Búsvæði laxins setur landfyllingu í Elliðaárvogi í uppnám Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2016 06:00 Laxinn í Elliðaánum, sem hér er verið að reyna að fanga, gæti verið í hættu ef af áformum um landfyllingu í voginum yrði. Fréttablaðið/Anton Brink Athuga þarf hvort skerðing verði á mikilvægu búsvæði laxfiska á ósasvæði Elliðaánna ef af áformum um landfyllingu í Elliðaárvogi yrði. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar telur mikilvægt að eyða óvissu um málið með bættum upplýsingum og rannsóknum og verður ráðist í nánari athugun á áhrifum á laxastofninn áður en lengra verður haldið. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá fyrsta júní.Hjálmar Sveinssonvísir/stefán„Áætluð íbúabyggð við Elliðaárvog er lykilhlekkur í þéttingu byggðar í borginni en ef nánari athugun á lífríki svæðisins leiðir í ljós að áhrif á laxfiska geti orðið veruleg, er mikilvægt að framkvæmdin verði endurskoðuð,“ segir í bókuninni. Hjálmar Sveinsson, formaður ráðsins, segir mikilvægt að geta gripið til ráðstafana ef í ljós komi að framkvæmdirnar hefðu veruleg áhrif. „Þá verður gripið til ráðstafana, svo sem eins og að minnka þetta svæði, haga uppbyggingunni öðruvísi og svo framvegis,“ segir Hjálmar og bætir við: „Ef hægt er að sýna það og sanna að afleiðingin muni verða svo alvarleg þá getur þurft að endurhugsa þetta alveg.“Hildur SverrisdóttirHildur Sverrisdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir einhug í ráðinu um að skoða verði málið betur. „Við tökum undir það að þarna þurfi að stíga mjög varlega til jarðar ef það er svo að laxastofninn eða Elliðaárnar séu í einhvers konar hættu.“ Að sögn Hildar hafa sjálfstæðismenn hins vegar gagnrýnt að verið sé að breyta atvinnusvæðum í íbúabyggð. „Það er auðvitað forsenda þéttingar byggðar en það eru líka önnur svæði í Reykjavík sem væri þá hægt að skoða betur svo við séum ekki að taka sénsinn á að eyðileggja einstakt fyrirbrigði eins og Elliðaárnar og laxinn eru,“ segir Hildur. Hjálmar bendir á að „flestir þættir fyrir utan laxinn eru taldir jákvæðir eða allavega þannig að þeir muni ekki hafa neikvæð áhrif“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Tengdar fréttir Samþykkja íbúðir og hafna íþróttahúsi 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Athuga þarf hvort skerðing verði á mikilvægu búsvæði laxfiska á ósasvæði Elliðaánna ef af áformum um landfyllingu í Elliðaárvogi yrði. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar telur mikilvægt að eyða óvissu um málið með bættum upplýsingum og rannsóknum og verður ráðist í nánari athugun á áhrifum á laxastofninn áður en lengra verður haldið. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá fyrsta júní.Hjálmar Sveinssonvísir/stefán„Áætluð íbúabyggð við Elliðaárvog er lykilhlekkur í þéttingu byggðar í borginni en ef nánari athugun á lífríki svæðisins leiðir í ljós að áhrif á laxfiska geti orðið veruleg, er mikilvægt að framkvæmdin verði endurskoðuð,“ segir í bókuninni. Hjálmar Sveinsson, formaður ráðsins, segir mikilvægt að geta gripið til ráðstafana ef í ljós komi að framkvæmdirnar hefðu veruleg áhrif. „Þá verður gripið til ráðstafana, svo sem eins og að minnka þetta svæði, haga uppbyggingunni öðruvísi og svo framvegis,“ segir Hjálmar og bætir við: „Ef hægt er að sýna það og sanna að afleiðingin muni verða svo alvarleg þá getur þurft að endurhugsa þetta alveg.“Hildur SverrisdóttirHildur Sverrisdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir einhug í ráðinu um að skoða verði málið betur. „Við tökum undir það að þarna þurfi að stíga mjög varlega til jarðar ef það er svo að laxastofninn eða Elliðaárnar séu í einhvers konar hættu.“ Að sögn Hildar hafa sjálfstæðismenn hins vegar gagnrýnt að verið sé að breyta atvinnusvæðum í íbúabyggð. „Það er auðvitað forsenda þéttingar byggðar en það eru líka önnur svæði í Reykjavík sem væri þá hægt að skoða betur svo við séum ekki að taka sénsinn á að eyðileggja einstakt fyrirbrigði eins og Elliðaárnar og laxinn eru,“ segir Hildur. Hjálmar bendir á að „flestir þættir fyrir utan laxinn eru taldir jákvæðir eða allavega þannig að þeir muni ekki hafa neikvæð áhrif“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Tengdar fréttir Samþykkja íbúðir og hafna íþróttahúsi 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira