Innlent

Brynjar sakar skólafulltrúa um frekju og dylgjur

Jakob Bjarnar skrifar
Brynjar gefur ekkert fyrir úrsögn Ragnars Þórs úr skólanefnd Borgarholtsskóla.
Brynjar gefur ekkert fyrir úrsögn Ragnars Þórs úr skólanefnd Borgarholtsskóla.
Brynjar Níelsson alþingismaður telur úrsögn Ragnars Þórs Pétursson kennara úr skólanefnd Borgarholtsskóla orka tvímælis og segir hann í raun gera sig sekan um það hið sama og hann vill gagnrýna.

Málavextir eru þeir að Ragnar Þór Pétursson kennari, skrifaði afdráttarlausan pistil á Stundina þar sem hann telur ráðningu Ársæls Guðmundssonar í stöðu skólameistara lykta af klíkustarfsemi Sjálfstæðisflokksins. Ráðning hans hafi verið fyrirfram ákveðin af meintum vini hans Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, en Ársæll hefur að undanförnu sinnt sérverkefnum innan menntamálaráðuneytisins. Hún sé þvert á við ráðgefandi álit skólanefndar skólans sem Ragnar Þór boðaði svo að hann hefði sagt sig úr, vegna þessa gerræðis.

Brynjar Níelsson alþingismaður hefur nú risið upp til varnar Illuga og vandar Ragnari Þór ekki kveðjurnar.

„Ragnar Þór virðist ósáttur við að Ársæll, „innanbúðarmaður“ í ráðuneytinu, skyldi ráðinn en ekki sá sem skólanefndin mælti með. Ragnar gleymir þó alveg að nefna að sá sem skólanefndin mælti með var innanbúðarmaður hjá henni,“ skrifar Brynjar og gefur svo í síðar í pistlinum.

„Nú var Ársæll ráðinn í stöðu skólameistara á grundvelli miklu faglegra og ítarlegra mats en skólanefndinni var fært að gera. Ekki vitað til þess að Ársæll sé tengdur Sjálfstæðisflokknum en hann mun hafa sinnt einhverjum trúnaðarstörfum fyrir Vg í bæjarmálapólitík. Því eru það ómerkilegar dylgjur að ráðningin angi af pólitískri spillingu. Ég held því að uppsögn Ragnars Þórs úr skólanefnd Borgarholtsskóla angi af venjulegri frekju.“

Pistil Brynjars má nálgast í heild sinni hér neðar.


Tengdar fréttir

Segir ráðningu skólameistara anga af spillingu

Ragnar Þór Pétursson, skólanefndarmaður í Borgarholtsskóla, segir útilokað að nýleg ráðning skólameistara hafi verið gerð á faglegum forsendum. Ragnar Þór hefur sagt sig úr skólanefndinni vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×