Fjölskyldurnar bak við hrollvekjuna Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. nóvember 2016 11:00 Í efri röðinni eru þau Magnús, Berglind og Bjartmar og í neðri röðinni eru Elvar, Kolbrún Una og Vivian Mynd/Alvin Zoug Hryllingsmyndin Mara er nú á lokametrunum í tökum og stefna aðstandendur hennar að því að frumsýna myndina erlendis í lok september á næsta ári og vonast til að hægt verði að sýna hana hér á landi á svipuðum tíma. „Við eigum eftir einhverjar senur sem við þurfum að taka upp í Nashville og eitthvað smá í viðbót, voðalega lítið. Þetta er lítið í blaðsíðum en ferðalagið er langt,“ segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðspurður hvernig gangi í tökum. Það má segja að Mara sé fjölskylduframleiðsla en leikstjóri myndarinnar, Elvar Gunnarsson, og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdóttir, eru hjón, auk þess sem sjö ára dóttir þeirra leikur líka lítið hlutverk í myndinni. Magnús Ómarsson er einn framleiðenda Möru og er auk þess hljóðmaður og leikur sjálft skrímslið og Berglind Bjartmarsdóttir sem sér um búninga og leikmuni. Berglind og Magnús eru par og Bjartmar, þriggja mánaða sonur þeirra, leikur stóra rullu í myndinni. „Það er mjög auðvelt að vinna með fjölskyldunni. Það myndast miklu þéttari stemming yfir öllum; fjölskyldustemmingin smitast út í hópinn og við verðum í raun öll að einni stórri fjölskyldu. Það eru hérna tvær fjölskyldur sem er alveg stór partur af tökuliðinu. Bjartmar leikur nú frekar stórt hlutverk, hann var þriggja mánaða þegar hann var í tökum. Það var nú mesta barnaævintýrið að leikstýra ungbarni. Það var nú frekar einfalt að leikstýra honum og kortleggja svona sirka hvernig honum liði í hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú bara að skipuleggja daginn svolítið út frá því hvenær hann væri vakandi og hvenær hann væri sofandi. Kolbrún Una, hún var í einn dag og er í einni senu. Samt alveg stórri og veigamikilli senu en ekki eins mikið og Bjartmar en hann kemur fram í svona tuttugu prósentum myndarinnar.“ Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan föður sem umbreytist í vitfirrt illmenni. Með aðalhlutverk í Möru fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Hryllingsmyndin Mara er nú á lokametrunum í tökum og stefna aðstandendur hennar að því að frumsýna myndina erlendis í lok september á næsta ári og vonast til að hægt verði að sýna hana hér á landi á svipuðum tíma. „Við eigum eftir einhverjar senur sem við þurfum að taka upp í Nashville og eitthvað smá í viðbót, voðalega lítið. Þetta er lítið í blaðsíðum en ferðalagið er langt,“ segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðspurður hvernig gangi í tökum. Það má segja að Mara sé fjölskylduframleiðsla en leikstjóri myndarinnar, Elvar Gunnarsson, og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdóttir, eru hjón, auk þess sem sjö ára dóttir þeirra leikur líka lítið hlutverk í myndinni. Magnús Ómarsson er einn framleiðenda Möru og er auk þess hljóðmaður og leikur sjálft skrímslið og Berglind Bjartmarsdóttir sem sér um búninga og leikmuni. Berglind og Magnús eru par og Bjartmar, þriggja mánaða sonur þeirra, leikur stóra rullu í myndinni. „Það er mjög auðvelt að vinna með fjölskyldunni. Það myndast miklu þéttari stemming yfir öllum; fjölskyldustemmingin smitast út í hópinn og við verðum í raun öll að einni stórri fjölskyldu. Það eru hérna tvær fjölskyldur sem er alveg stór partur af tökuliðinu. Bjartmar leikur nú frekar stórt hlutverk, hann var þriggja mánaða þegar hann var í tökum. Það var nú mesta barnaævintýrið að leikstýra ungbarni. Það var nú frekar einfalt að leikstýra honum og kortleggja svona sirka hvernig honum liði í hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú bara að skipuleggja daginn svolítið út frá því hvenær hann væri vakandi og hvenær hann væri sofandi. Kolbrún Una, hún var í einn dag og er í einni senu. Samt alveg stórri og veigamikilli senu en ekki eins mikið og Bjartmar en hann kemur fram í svona tuttugu prósentum myndarinnar.“ Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan föður sem umbreytist í vitfirrt illmenni. Með aðalhlutverk í Möru fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira