Magnað að upplifa fjöllin einn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:00 Hermann Gunnar Jónsson setti sér það verkefni að ganga á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi. Verkefnið vatt upp á sig og í sumar kom út bók hans Fjöllin í Grýtubakkahreppi með ýtarlegum leiðarlýsingum og staðsetningarpunktum. Fjallaverkefnið var í raun bara fyrir mig sjálfan, til að hafa markmið í hreyfingunni og ýta mér til fjalla en ég er á sjó mánuð í senn og mánuð í landi. Ég fór að ganga á fjöll og „track-aði“ ferðirnar, tók myndir og skrifaði aðeins niður eftir hverja ferð, bara fyrir mig. Það var þó ekki fyrr en pabbi gamli og einn skipsfélagi minn nefndu það við mig hvort ég ætlaði ekki að gera eitthvað við þessar heimildir sem ég safnaði á ferðum mínum, að úr varð þessi bókarhugmynd,“ segir Hermann Gunnar Jónsson, sjómaður og fjallgöngugarpur, en hann sendi frá sér bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi síðastliðið í sumar. Auk Fjallaverkefnisins er í bókinni að finna lýsingar á þrettán fjallgönguleiðum á Gjögraskaga, sem er milli Eyjafjarðar og Skjálfanda og einnig hringnum um Fjörður og Látraströnd, myndir og landakort með örnefnum og gps-punkta. Þá skrifar Hermann dagbókarfærslur um hverja ferð. „Í fyrri hluta bókarinnar segi ég frá fjallaverkefninu mínu og minni upplifun af gönguferðunum. Seinni hlutinn er svo klassískar gönguleiðalýsingar skýrðar með kortum, myndum og gps-hnitum. Á mörg þessara fjalla hef ég gengið margsinnis og við vinnslu bókarinnar gekk ég allar gönguleiðalýsingarnar gagngert m.a. til að taka gps-hnitin. Ég varð afar glaður þegar ég heyrði af göngufólki sem var á ferð um Skriðurnar í Bjarnarfjalli, varasamri leið milli Flateyjardals og Hvalavatnsfjarðar. Þau lentu í svartaþoku og rigningu en höfðu lesið bókina og gátu stuðst við leiðarlýsinguna og gps-hnitin og allt fór á besta veg,“ segir Hermann. Sjálfur gekk hann þá leið í góðu veðri en hann er yfirleitt einn á ferð. „Ég veit að það er ekki til fyrirmyndar að vera einn til fjalla og ekki uppskrift að góðri fjallamennsku en það kemur ýmislegt til. Oft eru aðrir uppteknir í vinnu þegar ég er í fríi í landi og þar fyrir utan eru ekki margir í kringum mig sem stunda svona fjallabrölt. En ég viðurkenni það líka að mér líður afar vel einum og upplifunin verður önnur og sterkari þegar maður er einn á fjöllunum. Ég er meðvitaður um hætturnar og tel mig nokkuð gætinn. Ég skil eftir ferðaáætlun og læt vita af mér reglulega og veit að konan mín skrifar alltaf hjá sér tíma og staðsetningu þegar ég hringi.“ Hermann segir fjallgöngurnar nánast ávanabindandi. Þó hann hafi nú lokið markmiði fjallaverkefnisins, er hann þegar búinn að marka sér næsta svæði og farinn að ganga fjöllin austan við Flateyjardal og inn að Ljósavatnsskarði. „Ef ég lýk því hef ég gengið á alla toppa norðan við Ljósavatns- og Víkurskarð. Það stendur þó ekki endilega til að gefa út aðra bók þó ég haldi öllum upplýsingum til haga, eins og áður,“ segir Hermann.En heilla ekki útlensk fjöll? „Jú, það kitlar mikið. Nú styttist í að ég verði fimmtugur og ég hef einmitt nefnt það við konuna mína svona að gamni hvort ekki sé komið að fjallgöngu erlendis. Nú er bara að sjá til.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Hermann Gunnar Jónsson setti sér það verkefni að ganga á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi. Verkefnið vatt upp á sig og í sumar kom út bók hans Fjöllin í Grýtubakkahreppi með ýtarlegum leiðarlýsingum og staðsetningarpunktum. Fjallaverkefnið var í raun bara fyrir mig sjálfan, til að hafa markmið í hreyfingunni og ýta mér til fjalla en ég er á sjó mánuð í senn og mánuð í landi. Ég fór að ganga á fjöll og „track-aði“ ferðirnar, tók myndir og skrifaði aðeins niður eftir hverja ferð, bara fyrir mig. Það var þó ekki fyrr en pabbi gamli og einn skipsfélagi minn nefndu það við mig hvort ég ætlaði ekki að gera eitthvað við þessar heimildir sem ég safnaði á ferðum mínum, að úr varð þessi bókarhugmynd,“ segir Hermann Gunnar Jónsson, sjómaður og fjallgöngugarpur, en hann sendi frá sér bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi síðastliðið í sumar. Auk Fjallaverkefnisins er í bókinni að finna lýsingar á þrettán fjallgönguleiðum á Gjögraskaga, sem er milli Eyjafjarðar og Skjálfanda og einnig hringnum um Fjörður og Látraströnd, myndir og landakort með örnefnum og gps-punkta. Þá skrifar Hermann dagbókarfærslur um hverja ferð. „Í fyrri hluta bókarinnar segi ég frá fjallaverkefninu mínu og minni upplifun af gönguferðunum. Seinni hlutinn er svo klassískar gönguleiðalýsingar skýrðar með kortum, myndum og gps-hnitum. Á mörg þessara fjalla hef ég gengið margsinnis og við vinnslu bókarinnar gekk ég allar gönguleiðalýsingarnar gagngert m.a. til að taka gps-hnitin. Ég varð afar glaður þegar ég heyrði af göngufólki sem var á ferð um Skriðurnar í Bjarnarfjalli, varasamri leið milli Flateyjardals og Hvalavatnsfjarðar. Þau lentu í svartaþoku og rigningu en höfðu lesið bókina og gátu stuðst við leiðarlýsinguna og gps-hnitin og allt fór á besta veg,“ segir Hermann. Sjálfur gekk hann þá leið í góðu veðri en hann er yfirleitt einn á ferð. „Ég veit að það er ekki til fyrirmyndar að vera einn til fjalla og ekki uppskrift að góðri fjallamennsku en það kemur ýmislegt til. Oft eru aðrir uppteknir í vinnu þegar ég er í fríi í landi og þar fyrir utan eru ekki margir í kringum mig sem stunda svona fjallabrölt. En ég viðurkenni það líka að mér líður afar vel einum og upplifunin verður önnur og sterkari þegar maður er einn á fjöllunum. Ég er meðvitaður um hætturnar og tel mig nokkuð gætinn. Ég skil eftir ferðaáætlun og læt vita af mér reglulega og veit að konan mín skrifar alltaf hjá sér tíma og staðsetningu þegar ég hringi.“ Hermann segir fjallgöngurnar nánast ávanabindandi. Þó hann hafi nú lokið markmiði fjallaverkefnisins, er hann þegar búinn að marka sér næsta svæði og farinn að ganga fjöllin austan við Flateyjardal og inn að Ljósavatnsskarði. „Ef ég lýk því hef ég gengið á alla toppa norðan við Ljósavatns- og Víkurskarð. Það stendur þó ekki endilega til að gefa út aðra bók þó ég haldi öllum upplýsingum til haga, eins og áður,“ segir Hermann.En heilla ekki útlensk fjöll? „Jú, það kitlar mikið. Nú styttist í að ég verði fimmtugur og ég hef einmitt nefnt það við konuna mína svona að gamni hvort ekki sé komið að fjallgöngu erlendis. Nú er bara að sjá til.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira