Stefnir í 60 prósenta fækkun kennara á næstu áratugum Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Grunnskólakennurum gæti fækkað stórlega verði ekkert að gert. Hér má sjá bekkjarkennara taka á móti nemendum sínum í þriðja bekk. vísir/GVA Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ef ekkert verður að gert mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og mikill skortur á grunnskólakennurum er líklegur eftir fimmtán ár. Eftir þrjátíu ár hefur fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Eyjólfssonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Þeir kynntu frumniðurstöður á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri nú fyrir skömmu. Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi og var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verði á næstu árum og áratugum.Stefán Hrafn Jónsson, prófessorvísir/gvaKemur þar fram að árið 2031 verði grunnskólakennarar líklega 6.880 og árið 2051 verði þeir aðeins 3.689. „Það þarf að taka þessar vísbendingar mjög alvarlega. Með réttum aðgerðum má minnka verulega líkur á því að alvarlegur kennaraskortur verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samkvæmt Hagstofu Íslands var árið 2011 alls 4.531 starfandi í grunnskólum landsins með kennsluréttindi. Á sama tíma voru 9.327 Íslendingar með réttindi sem grunnskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga áætlar að eftirspurn eftir grunnskólakennurum aukist um tíund á næstu tuttugu árum. „Í ljósi þess að um helmingur grunnskólakennara starfar við grunnskólakennslu má leiða að því líkur að strax árið 2031 verði orðinn mikill skortur á réttindakennurum fyrir grunnskóla að öðru óbreyttu,“ segir Stefán Hrafn.Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennaraÁrið 2012 tóku gildi ný lög um kennslu í grunnskóla. Til að fá leyfisbréf sem grunnskólakennari þarf fólk að klára fimm ára háskólanám í stað þriggja ára áður. Veruleg fækkun varð á fjölda útskrifaðra í kjölfarið. Árið 2015 útskrifuðust 87 einstaklingar með háskólapróf og leyfisbréf sem grunnskólakennari. „Fátt ef nokkuð bendir til að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur segir ekki duga að ræða um stöðu kennara, nú þurfi stjórnmálamenn að láta verkin tala. „Kennarastarfið þarf að verða álitlegra en það er í dag. Það gerum við með því að laga starfsaðstæður kennara og stórbæta laun. Þegar borin eru saman þau störf sem krefjast háskólamenntunar eru kennarar á þó nokkuð lægri launum en sambærilegar stéttir,“ segir Ólafur. „Þetta er þótt stjórnmálamenn og aðrir tali um það á hátíðarstundum að við þessu verði að bregðast. Þetta eru orðin tóm og enn þá hefur enginn flokkur eða stjórnmálaafl sett menntun barnanna okkar í forgang. Það er löngu tímabært að hætta að tala um þetta í fínum ræðum og koma þessu í framkvæmd.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira