Smíða aðgerðaráætlun til bjargar atvinnulífi á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 13:09 Frá Ísafirði á fallegum degi. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Lagt er til að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. „Fleiri svæði á landinu eiga undir högg að sækja og er reiknað með, ef framangreint verkefni gengur vel, að horft verði til sambærilegra aðgerða fyrir þau svæði. Það er mjög mikilvægt að áfram verði unnið markvisst að því að efla atvinnulíf og stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnar. „Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að samfélag sé samvinnuverkefni þar sem öll störf skipti máli og haldist í hendur og mikilvægt sé að hlúð sé að þeim sem þurfi á aðstoð að halda. Jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að ljóst sé að ákveðnar byggðir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar og gera þurfi úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta megi aðsteðjandi vanda. Þá segir að unnið skuli að því að treysta byggð, auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Íbúum á Vestfjörðum í heild hefur fækkað úr um 8.500 í 6.900 eða um 20 % (1.673) frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2016. Mest fækkaði á fyrsta áratug þessara aldar en síðustu þrjú ár hefur verið ákveðið jafnvægi í heildarfjölda íbúa. Alvarlegust er þó þróunin er varðar aldurssamsetningu íbúa Vestfjarða. Þannig hefur fækkað um 30-40 % í aldurshópnum frá 0 - 40 ára og að sama skapi fjölgar í eldri aldurshópum. Alvarleg staða hafi því skapast í samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum á síðustu áratugum. Batamerki sjáist hinsvegar með fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem tengja megi beint við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Og greina megi sambærileg tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs á öðrum hlutum Vestfjarða. „Því má færa rök fyrir því að mögulegt sé að snúa þróun mála við með samstilltu átaki atvinnulífs og stjórnvalda,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Lagt er til að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. „Fleiri svæði á landinu eiga undir högg að sækja og er reiknað með, ef framangreint verkefni gengur vel, að horft verði til sambærilegra aðgerða fyrir þau svæði. Það er mjög mikilvægt að áfram verði unnið markvisst að því að efla atvinnulíf og stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnar. „Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að samfélag sé samvinnuverkefni þar sem öll störf skipti máli og haldist í hendur og mikilvægt sé að hlúð sé að þeim sem þurfi á aðstoð að halda. Jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að ljóst sé að ákveðnar byggðir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar og gera þurfi úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta megi aðsteðjandi vanda. Þá segir að unnið skuli að því að treysta byggð, auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Íbúum á Vestfjörðum í heild hefur fækkað úr um 8.500 í 6.900 eða um 20 % (1.673) frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2016. Mest fækkaði á fyrsta áratug þessara aldar en síðustu þrjú ár hefur verið ákveðið jafnvægi í heildarfjölda íbúa. Alvarlegust er þó þróunin er varðar aldurssamsetningu íbúa Vestfjarða. Þannig hefur fækkað um 30-40 % í aldurshópnum frá 0 - 40 ára og að sama skapi fjölgar í eldri aldurshópum. Alvarleg staða hafi því skapast í samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum á síðustu áratugum. Batamerki sjáist hinsvegar með fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem tengja megi beint við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Og greina megi sambærileg tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs á öðrum hlutum Vestfjarða. „Því má færa rök fyrir því að mögulegt sé að snúa þróun mála við með samstilltu átaki atvinnulífs og stjórnvalda,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira