Þarftu oft að pissa? Elín Albertsdóttir skrifar 20. maí 2016 10:00 Stundum getur fólki orðið svo brátt að það nái ekki á salernið í tæka tíð. Talið er um að um 12 prósent kvenna á aldrinum 30-76 ára séu með einkenni ofvirkrar þvagblöðru, helmingur þeirra glímir við þvagleka. Bæði konur og karlar eru með ofvirka blöðru en fæstir þora að ræða vandamálið og þjást því að óþörfu. Til eru ýmsar leiðir til að bæta lífsgæði þeirra sem þjást vegna ofvirkrar blöðru. En hvað er ofvirk blaðra? Guðmundur Geirsson, dósent í þvagfæraskurðlækningum, segir að ofvirk blaðra sé samheiti eða heilkenni einkenna frá þvagblöðru sem lýsir sér í tíðum og bráðum þvaglátum jafnt að nóttu sem degi. „Einstaklingar geta einnig verið með svokallaðan bráðaþvagleka, það er að komast ekki á salerni í tæka tíð. Það þarf að vera búið að útiloka aðrar ástæður fyrir þessum einkennum til að hægt sé að kalla þetta ofvirka blöðru. Þessar aðrar ástæður eru til dæmis þvagfærasýking, óhófleg vökvainntaka, krabbamein í þvagblöðru og ýmsir taugasjúkdómar sem geta valdið líkum einkennum,“ segir Guðmundur og bætir við að bæði karlar og konur fái ofvirka blöðru. „Íslensk rannsókn bendir til þess að um 12 prósent kvenna á aldrinum 30-76 ára séu með einkenni ofvirkrar blöðru og þar af um helmingur með þvagleka. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að allt að 16 prósent fólks af báðum kynjum séu með ofvirka blöðru og eykst tíðnin með aldrinum. Fólk ætti að leita til heimilislæknis ef það hefur þessi einkenni, sérstaklega ef þau hafa komið til á skömmum tíma. Læknirinn mun þá fá þvagprufu til að greina ofangreindar ástæður sem geta verið meðhöndlanlegar, til dæmis þvagfærasýking.Guðmundur Geirsson, dósent í þvagfæraskurðlækningum, segir að ofvirk blaðra skerði lífsgæðin mikið en yfirleitt er einfalt að ráða bót á vandamálinu.Læknirinn biður gjarnan sjúklinginn um að fylla í svo til gerða þvaglátaskrá þar sem hann eða hún skráir bæði vökvainntöku og hver þvaglát í tvo sólarhringa. Með þessu móti er til dæmis hægt að meta blöðrurýmd og vökvainntöku. Oft geta einkenni ofvirkrar blöðru verið það mikil að þau skerða lífsgæðin og er þá full ástæða til að leita sér meðferðar,“ segir Guðmundur. „Meðferð getur verið bæði í formi ráðlegginga og lyfjameðferðar. Fólki er ráðlagt að reyna að halda í sér eftir ákveðnum leiðbeiningum sem kallast blöðruþjálfun og passa upp á vökvainntöku og hvaða vökvi er drukkinn. Drykkir sem innihalda koffín geta aukið á einkenni hjá þessum sjúklingum. Hægt er að gefa lyf sem slaka á blöðruvöðvanum og minnka þannig einkennin. Þessi lyf eru oftast gefin í töfluformi en einnig er hægt að nota Botox sem sprautað er inn í blöðruvegginn.“ Margar konur finna fyrir tíðari þvaglátum eftir tíðahvörf. Guðmundur segir að stundum séu gefin staðbundin kvenhormón ef konur eru með þurra slímhúð í leggöngum. „Sú aðferð getur minnkað einkenni ofvirkrar blöðru.“ Á vefnum sprengur.is er hægt að fræðast um ofvirka þvagblöðru. Þar er bent á að því fyrr sem fólk leitar sér hjálpar, þeim mun meira geti það aukið lífsgæði sín. Þar sem orsakir geta verið mismunandi og einstaklingsbundnar er mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram, að því er segir í bæklingi sem gefinn hefur verið út fyrir fólk með ofvirka blöðru. Það er óþarfi að þjást að óþörfu. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Talið er um að um 12 prósent kvenna á aldrinum 30-76 ára séu með einkenni ofvirkrar þvagblöðru, helmingur þeirra glímir við þvagleka. Bæði konur og karlar eru með ofvirka blöðru en fæstir þora að ræða vandamálið og þjást því að óþörfu. Til eru ýmsar leiðir til að bæta lífsgæði þeirra sem þjást vegna ofvirkrar blöðru. En hvað er ofvirk blaðra? Guðmundur Geirsson, dósent í þvagfæraskurðlækningum, segir að ofvirk blaðra sé samheiti eða heilkenni einkenna frá þvagblöðru sem lýsir sér í tíðum og bráðum þvaglátum jafnt að nóttu sem degi. „Einstaklingar geta einnig verið með svokallaðan bráðaþvagleka, það er að komast ekki á salerni í tæka tíð. Það þarf að vera búið að útiloka aðrar ástæður fyrir þessum einkennum til að hægt sé að kalla þetta ofvirka blöðru. Þessar aðrar ástæður eru til dæmis þvagfærasýking, óhófleg vökvainntaka, krabbamein í þvagblöðru og ýmsir taugasjúkdómar sem geta valdið líkum einkennum,“ segir Guðmundur og bætir við að bæði karlar og konur fái ofvirka blöðru. „Íslensk rannsókn bendir til þess að um 12 prósent kvenna á aldrinum 30-76 ára séu með einkenni ofvirkrar blöðru og þar af um helmingur með þvagleka. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að allt að 16 prósent fólks af báðum kynjum séu með ofvirka blöðru og eykst tíðnin með aldrinum. Fólk ætti að leita til heimilislæknis ef það hefur þessi einkenni, sérstaklega ef þau hafa komið til á skömmum tíma. Læknirinn mun þá fá þvagprufu til að greina ofangreindar ástæður sem geta verið meðhöndlanlegar, til dæmis þvagfærasýking.Guðmundur Geirsson, dósent í þvagfæraskurðlækningum, segir að ofvirk blaðra skerði lífsgæðin mikið en yfirleitt er einfalt að ráða bót á vandamálinu.Læknirinn biður gjarnan sjúklinginn um að fylla í svo til gerða þvaglátaskrá þar sem hann eða hún skráir bæði vökvainntöku og hver þvaglát í tvo sólarhringa. Með þessu móti er til dæmis hægt að meta blöðrurýmd og vökvainntöku. Oft geta einkenni ofvirkrar blöðru verið það mikil að þau skerða lífsgæðin og er þá full ástæða til að leita sér meðferðar,“ segir Guðmundur. „Meðferð getur verið bæði í formi ráðlegginga og lyfjameðferðar. Fólki er ráðlagt að reyna að halda í sér eftir ákveðnum leiðbeiningum sem kallast blöðruþjálfun og passa upp á vökvainntöku og hvaða vökvi er drukkinn. Drykkir sem innihalda koffín geta aukið á einkenni hjá þessum sjúklingum. Hægt er að gefa lyf sem slaka á blöðruvöðvanum og minnka þannig einkennin. Þessi lyf eru oftast gefin í töfluformi en einnig er hægt að nota Botox sem sprautað er inn í blöðruvegginn.“ Margar konur finna fyrir tíðari þvaglátum eftir tíðahvörf. Guðmundur segir að stundum séu gefin staðbundin kvenhormón ef konur eru með þurra slímhúð í leggöngum. „Sú aðferð getur minnkað einkenni ofvirkrar blöðru.“ Á vefnum sprengur.is er hægt að fræðast um ofvirka þvagblöðru. Þar er bent á að því fyrr sem fólk leitar sér hjálpar, þeim mun meira geti það aukið lífsgæði sín. Þar sem orsakir geta verið mismunandi og einstaklingsbundnar er mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram, að því er segir í bæklingi sem gefinn hefur verið út fyrir fólk með ofvirka blöðru. Það er óþarfi að þjást að óþörfu.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira