Húsgoðsögn kemur til landsins í annað sinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2016 09:00 Omid 16B finnst Íslendingar mjög þægilegt fólk til að þeyta skífum fyrir og hlakkar mikið til laugardagsins. Vísir/Aðsend Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Omid 16B er á leið til landsins og kemur fram á skemmtistaðnum Paloma laugardagskvöldið 28. maí. í boði útvarpsþáttarins og viðburðateymisins Elements en meðlimur þess, Ghozt eða Kristinn Bjarnason eins og hann heitir, mun spila sama kvöld auk þess sem Funktional Patterns á vegum Geysir Records munu koma þar fram. Omid 16B ætti að vera mörgum Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands árið 2006, þá í för með Desyn Masiello og Demi en saman kalla þeir sig S.O.S. Þeir tróðu þá upp á Nasa fyrir rúmlega 900 manns og segir Kristinn Bjarnason að þar hafi farið fram eitt besta klúbbakvöld í sögu Nasa. Hann segir jafnframt að þeir Íslendingar sem ætli sér að mæta á stærstu tónlistarhátíðir landsins ættu að íhuga að mæta þetta kvöldið því að þarna verði veisla sem jafnist algjörlega á við þær hátíðir. Þarna verður Omid í minna rými en Nasa býður upp á og því pláss fyrir færri áhorfendur en að sama skapi verði nándin við listamanninn meiri. Hinn bresk-íranski Omid Nourizadeh eins og hann heitir réttu nafni hefur verið mikill áhrifavaldur í heimi progressive og hústónlistar. Hann, ásamt mönnum eins og Carl Craig, Vince Watson, Craig Richards, Mr C, Steve Bug og Francois K eru oft nefndir sem forsvarsmenn hins svokallaða „tech house“, sem er blanda af techno- og house-tónlist. Omid hefur stofnað þrjú útgáfufyrirtæki, Alola Records árið 1994, Disclosure árið 1995 og SexOnWax Recordings árið 2002. Hann hefur einnig gert vinsæl remix af lögum margra þekktra listamanna eins og Lönu Del Rey, The Cure, Gus Gus og Depeche Mode. Aðspurður hverju fólk geti átt von á frá honum á Paloma á laugardagskvöldinu segir Omid að fólki verði komið verulega á óvart. „Ég mun spila sitt lítið af hverju þarna og mun auðvitað verða mjög móttækilegur fyrir stemmingunni hjá áhorfendum, en hún hefur alltaf mikil áhrif á mig og þá tónlist sem ég kýs að spila. Þegar ég kom hingað til lands síðast varð ég gjörsamlega ástfanginn af íslenskum áhorfendum og hversu opnir og innblásnir þeir voru um það hvað þeir vildu heyra?… hvað meira getur maður beðið um? Annars verð ég á landinu í tvo daga og við erum búin að taka frá einn dag í smá skoðunarferð. Planið er að skella sér í Bláa lónið en það veltur svolítið á því hvort íslenskir vinir mínir haldi mér vakandi alla nóttina, ekki það að ég sé á móti því að skemmta mér ærlega í þessari ferð, við sjáum hvað setur.“ Omid 16B verður á skemmtistaðnum Paloma á laugardaginn, 28. maí, og er miðaverð 1.500 krónur. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Omid 16B er á leið til landsins og kemur fram á skemmtistaðnum Paloma laugardagskvöldið 28. maí. í boði útvarpsþáttarins og viðburðateymisins Elements en meðlimur þess, Ghozt eða Kristinn Bjarnason eins og hann heitir, mun spila sama kvöld auk þess sem Funktional Patterns á vegum Geysir Records munu koma þar fram. Omid 16B ætti að vera mörgum Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands árið 2006, þá í för með Desyn Masiello og Demi en saman kalla þeir sig S.O.S. Þeir tróðu þá upp á Nasa fyrir rúmlega 900 manns og segir Kristinn Bjarnason að þar hafi farið fram eitt besta klúbbakvöld í sögu Nasa. Hann segir jafnframt að þeir Íslendingar sem ætli sér að mæta á stærstu tónlistarhátíðir landsins ættu að íhuga að mæta þetta kvöldið því að þarna verði veisla sem jafnist algjörlega á við þær hátíðir. Þarna verður Omid í minna rými en Nasa býður upp á og því pláss fyrir færri áhorfendur en að sama skapi verði nándin við listamanninn meiri. Hinn bresk-íranski Omid Nourizadeh eins og hann heitir réttu nafni hefur verið mikill áhrifavaldur í heimi progressive og hústónlistar. Hann, ásamt mönnum eins og Carl Craig, Vince Watson, Craig Richards, Mr C, Steve Bug og Francois K eru oft nefndir sem forsvarsmenn hins svokallaða „tech house“, sem er blanda af techno- og house-tónlist. Omid hefur stofnað þrjú útgáfufyrirtæki, Alola Records árið 1994, Disclosure árið 1995 og SexOnWax Recordings árið 2002. Hann hefur einnig gert vinsæl remix af lögum margra þekktra listamanna eins og Lönu Del Rey, The Cure, Gus Gus og Depeche Mode. Aðspurður hverju fólk geti átt von á frá honum á Paloma á laugardagskvöldinu segir Omid að fólki verði komið verulega á óvart. „Ég mun spila sitt lítið af hverju þarna og mun auðvitað verða mjög móttækilegur fyrir stemmingunni hjá áhorfendum, en hún hefur alltaf mikil áhrif á mig og þá tónlist sem ég kýs að spila. Þegar ég kom hingað til lands síðast varð ég gjörsamlega ástfanginn af íslenskum áhorfendum og hversu opnir og innblásnir þeir voru um það hvað þeir vildu heyra?… hvað meira getur maður beðið um? Annars verð ég á landinu í tvo daga og við erum búin að taka frá einn dag í smá skoðunarferð. Planið er að skella sér í Bláa lónið en það veltur svolítið á því hvort íslenskir vinir mínir haldi mér vakandi alla nóttina, ekki það að ég sé á móti því að skemmta mér ærlega í þessari ferð, við sjáum hvað setur.“ Omid 16B verður á skemmtistaðnum Paloma á laugardaginn, 28. maí, og er miðaverð 1.500 krónur.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira