Húsgoðsögn kemur til landsins í annað sinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2016 09:00 Omid 16B finnst Íslendingar mjög þægilegt fólk til að þeyta skífum fyrir og hlakkar mikið til laugardagsins. Vísir/Aðsend Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Omid 16B er á leið til landsins og kemur fram á skemmtistaðnum Paloma laugardagskvöldið 28. maí. í boði útvarpsþáttarins og viðburðateymisins Elements en meðlimur þess, Ghozt eða Kristinn Bjarnason eins og hann heitir, mun spila sama kvöld auk þess sem Funktional Patterns á vegum Geysir Records munu koma þar fram. Omid 16B ætti að vera mörgum Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands árið 2006, þá í för með Desyn Masiello og Demi en saman kalla þeir sig S.O.S. Þeir tróðu þá upp á Nasa fyrir rúmlega 900 manns og segir Kristinn Bjarnason að þar hafi farið fram eitt besta klúbbakvöld í sögu Nasa. Hann segir jafnframt að þeir Íslendingar sem ætli sér að mæta á stærstu tónlistarhátíðir landsins ættu að íhuga að mæta þetta kvöldið því að þarna verði veisla sem jafnist algjörlega á við þær hátíðir. Þarna verður Omid í minna rými en Nasa býður upp á og því pláss fyrir færri áhorfendur en að sama skapi verði nándin við listamanninn meiri. Hinn bresk-íranski Omid Nourizadeh eins og hann heitir réttu nafni hefur verið mikill áhrifavaldur í heimi progressive og hústónlistar. Hann, ásamt mönnum eins og Carl Craig, Vince Watson, Craig Richards, Mr C, Steve Bug og Francois K eru oft nefndir sem forsvarsmenn hins svokallaða „tech house“, sem er blanda af techno- og house-tónlist. Omid hefur stofnað þrjú útgáfufyrirtæki, Alola Records árið 1994, Disclosure árið 1995 og SexOnWax Recordings árið 2002. Hann hefur einnig gert vinsæl remix af lögum margra þekktra listamanna eins og Lönu Del Rey, The Cure, Gus Gus og Depeche Mode. Aðspurður hverju fólk geti átt von á frá honum á Paloma á laugardagskvöldinu segir Omid að fólki verði komið verulega á óvart. „Ég mun spila sitt lítið af hverju þarna og mun auðvitað verða mjög móttækilegur fyrir stemmingunni hjá áhorfendum, en hún hefur alltaf mikil áhrif á mig og þá tónlist sem ég kýs að spila. Þegar ég kom hingað til lands síðast varð ég gjörsamlega ástfanginn af íslenskum áhorfendum og hversu opnir og innblásnir þeir voru um það hvað þeir vildu heyra?… hvað meira getur maður beðið um? Annars verð ég á landinu í tvo daga og við erum búin að taka frá einn dag í smá skoðunarferð. Planið er að skella sér í Bláa lónið en það veltur svolítið á því hvort íslenskir vinir mínir haldi mér vakandi alla nóttina, ekki það að ég sé á móti því að skemmta mér ærlega í þessari ferð, við sjáum hvað setur.“ Omid 16B verður á skemmtistaðnum Paloma á laugardaginn, 28. maí, og er miðaverð 1.500 krónur. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira
Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Omid 16B er á leið til landsins og kemur fram á skemmtistaðnum Paloma laugardagskvöldið 28. maí. í boði útvarpsþáttarins og viðburðateymisins Elements en meðlimur þess, Ghozt eða Kristinn Bjarnason eins og hann heitir, mun spila sama kvöld auk þess sem Funktional Patterns á vegum Geysir Records munu koma þar fram. Omid 16B ætti að vera mörgum Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands árið 2006, þá í för með Desyn Masiello og Demi en saman kalla þeir sig S.O.S. Þeir tróðu þá upp á Nasa fyrir rúmlega 900 manns og segir Kristinn Bjarnason að þar hafi farið fram eitt besta klúbbakvöld í sögu Nasa. Hann segir jafnframt að þeir Íslendingar sem ætli sér að mæta á stærstu tónlistarhátíðir landsins ættu að íhuga að mæta þetta kvöldið því að þarna verði veisla sem jafnist algjörlega á við þær hátíðir. Þarna verður Omid í minna rými en Nasa býður upp á og því pláss fyrir færri áhorfendur en að sama skapi verði nándin við listamanninn meiri. Hinn bresk-íranski Omid Nourizadeh eins og hann heitir réttu nafni hefur verið mikill áhrifavaldur í heimi progressive og hústónlistar. Hann, ásamt mönnum eins og Carl Craig, Vince Watson, Craig Richards, Mr C, Steve Bug og Francois K eru oft nefndir sem forsvarsmenn hins svokallaða „tech house“, sem er blanda af techno- og house-tónlist. Omid hefur stofnað þrjú útgáfufyrirtæki, Alola Records árið 1994, Disclosure árið 1995 og SexOnWax Recordings árið 2002. Hann hefur einnig gert vinsæl remix af lögum margra þekktra listamanna eins og Lönu Del Rey, The Cure, Gus Gus og Depeche Mode. Aðspurður hverju fólk geti átt von á frá honum á Paloma á laugardagskvöldinu segir Omid að fólki verði komið verulega á óvart. „Ég mun spila sitt lítið af hverju þarna og mun auðvitað verða mjög móttækilegur fyrir stemmingunni hjá áhorfendum, en hún hefur alltaf mikil áhrif á mig og þá tónlist sem ég kýs að spila. Þegar ég kom hingað til lands síðast varð ég gjörsamlega ástfanginn af íslenskum áhorfendum og hversu opnir og innblásnir þeir voru um það hvað þeir vildu heyra?… hvað meira getur maður beðið um? Annars verð ég á landinu í tvo daga og við erum búin að taka frá einn dag í smá skoðunarferð. Planið er að skella sér í Bláa lónið en það veltur svolítið á því hvort íslenskir vinir mínir haldi mér vakandi alla nóttina, ekki það að ég sé á móti því að skemmta mér ærlega í þessari ferð, við sjáum hvað setur.“ Omid 16B verður á skemmtistaðnum Paloma á laugardaginn, 28. maí, og er miðaverð 1.500 krónur.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira