Má ég ekki bara segja mína skoðun!? Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Já, það getur vel verið að þér líði ekkert vel með þetta en má ég ekki segja mína skoðun!?“ Einmitt svona enduðu oft rökræður okkar hjónanna hér einu sinni. Við vorum alls ekki alltaf sammála og þegar börnin voru yngri vorum við stundum ósammála um uppeldisaðferðir; það var ekki gott. Það leiddi til þess að börnin fengu misvísandi skilaboð og vakti auk þess með þeim óöryggi. Þau urðu jafnvel ringluð vegna þess að ég sagði eitt, pabbi þeirra allt annað og hver hafði þá eiginlega rétt fyrir sér? Eftir hverju áttu þau að fara? Oft endaði það með því að þau gerðu hvorugt og fóru bara sína leið; tóku afstöðu með sjálfum sér og reyndu að áætla hvað best væri að gera út frá öllu sem okkur hafði þó lánast að kenna þeim. Sem betur fer tókst okkur hjónunum að finna sameiginlegan grunn til að standa á. Koma auga á þau gildi sem við viljum standa fyrir og fylgja þeim eftir í samskiptum okkar við hvort annað, við börnin okkar og við alla aðra. Það tók í rauninni ekkert sérstaklega á; snerist aðeins um að breyta um samskiptamáta. Í stað þess að segja „ég ætla“, þá sögðum við „eigum við að?…?“ Og þannig tölum við saman; með því að eiga í samskiptum sem hafa þann tilgang að finna niðurstöðu sem við getum verið sammála um. Undanfarnar vikur hafa brotist fram umræður í samfélaginu, á samfélagsmiðlum og einnig í samskiptum milli manna, sem kalla fram sterkar skoðanir hvers og eins. Snerta jafnvel viðkvæma strengi í hugskotinu, vekja upp átakanlega reynslu og tilfinningar sem við héldum að við hefðum grafið niður um leið og sáru minningarnar. En lífsreynslan gerir okkur að því sem við erum og mótar viðhorf okkar. Við vitum sjaldnast hvað augu annarra hafa séð, hvað eyrun hafa heyrt eða hvað hjarta þeirra hefur liðið. Ekki frekar en aðrir vita hvaða reynsla býr innra með okkur. Það er auðveldara að hneykslast á eða dæma aðra fyrir skoðanir sínar heldur en að skoða sjálfan sig að innan og viðurkenna hver við erum í þessum veruleika sem við búum í. En ávinningurinn af því er mikill. Eftir því sem árunum fjölgar sem ég og eiginmaðurinn eigum saman, því betur lærum við inn á hvort annað og því betur kunnum við að meta þegar við erum ósammála. Við rökræðum og erum gagnrýnin hvort á annað en einhvers staðar á samferð okkar saman ákváðum við að bera alltaf virðingu fyrir viðhorfum okkar – sem oft stangast á. Samskiptin spegla skoðanir okkar og við komumst jafnvel að því að við höfum allt önnur viðhorf heldur en við héldum áður en við byrjuðum að tala saman. Ég óska þess að við munum alltaf geta átt í þannig samskiptum, sem leiða af sér aukna sjálfsþekkingu okkar beggja og styrkja tengslin milli okkar. Eins óska ég þess að okkur, sem búum saman í þessu litla og umvefjandi en um leið stóra og fráhrindandi samfélagi, lánist að hlusta hvert á annað með hjartanu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Sjá meira
Já, það getur vel verið að þér líði ekkert vel með þetta en má ég ekki segja mína skoðun!?“ Einmitt svona enduðu oft rökræður okkar hjónanna hér einu sinni. Við vorum alls ekki alltaf sammála og þegar börnin voru yngri vorum við stundum ósammála um uppeldisaðferðir; það var ekki gott. Það leiddi til þess að börnin fengu misvísandi skilaboð og vakti auk þess með þeim óöryggi. Þau urðu jafnvel ringluð vegna þess að ég sagði eitt, pabbi þeirra allt annað og hver hafði þá eiginlega rétt fyrir sér? Eftir hverju áttu þau að fara? Oft endaði það með því að þau gerðu hvorugt og fóru bara sína leið; tóku afstöðu með sjálfum sér og reyndu að áætla hvað best væri að gera út frá öllu sem okkur hafði þó lánast að kenna þeim. Sem betur fer tókst okkur hjónunum að finna sameiginlegan grunn til að standa á. Koma auga á þau gildi sem við viljum standa fyrir og fylgja þeim eftir í samskiptum okkar við hvort annað, við börnin okkar og við alla aðra. Það tók í rauninni ekkert sérstaklega á; snerist aðeins um að breyta um samskiptamáta. Í stað þess að segja „ég ætla“, þá sögðum við „eigum við að?…?“ Og þannig tölum við saman; með því að eiga í samskiptum sem hafa þann tilgang að finna niðurstöðu sem við getum verið sammála um. Undanfarnar vikur hafa brotist fram umræður í samfélaginu, á samfélagsmiðlum og einnig í samskiptum milli manna, sem kalla fram sterkar skoðanir hvers og eins. Snerta jafnvel viðkvæma strengi í hugskotinu, vekja upp átakanlega reynslu og tilfinningar sem við héldum að við hefðum grafið niður um leið og sáru minningarnar. En lífsreynslan gerir okkur að því sem við erum og mótar viðhorf okkar. Við vitum sjaldnast hvað augu annarra hafa séð, hvað eyrun hafa heyrt eða hvað hjarta þeirra hefur liðið. Ekki frekar en aðrir vita hvaða reynsla býr innra með okkur. Það er auðveldara að hneykslast á eða dæma aðra fyrir skoðanir sínar heldur en að skoða sjálfan sig að innan og viðurkenna hver við erum í þessum veruleika sem við búum í. En ávinningurinn af því er mikill. Eftir því sem árunum fjölgar sem ég og eiginmaðurinn eigum saman, því betur lærum við inn á hvort annað og því betur kunnum við að meta þegar við erum ósammála. Við rökræðum og erum gagnrýnin hvort á annað en einhvers staðar á samferð okkar saman ákváðum við að bera alltaf virðingu fyrir viðhorfum okkar – sem oft stangast á. Samskiptin spegla skoðanir okkar og við komumst jafnvel að því að við höfum allt önnur viðhorf heldur en við héldum áður en við byrjuðum að tala saman. Ég óska þess að við munum alltaf geta átt í þannig samskiptum, sem leiða af sér aukna sjálfsþekkingu okkar beggja og styrkja tengslin milli okkar. Eins óska ég þess að okkur, sem búum saman í þessu litla og umvefjandi en um leið stóra og fráhrindandi samfélagi, lánist að hlusta hvert á annað með hjartanu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar