Má ég ekki bara segja mína skoðun!? Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Já, það getur vel verið að þér líði ekkert vel með þetta en má ég ekki segja mína skoðun!?“ Einmitt svona enduðu oft rökræður okkar hjónanna hér einu sinni. Við vorum alls ekki alltaf sammála og þegar börnin voru yngri vorum við stundum ósammála um uppeldisaðferðir; það var ekki gott. Það leiddi til þess að börnin fengu misvísandi skilaboð og vakti auk þess með þeim óöryggi. Þau urðu jafnvel ringluð vegna þess að ég sagði eitt, pabbi þeirra allt annað og hver hafði þá eiginlega rétt fyrir sér? Eftir hverju áttu þau að fara? Oft endaði það með því að þau gerðu hvorugt og fóru bara sína leið; tóku afstöðu með sjálfum sér og reyndu að áætla hvað best væri að gera út frá öllu sem okkur hafði þó lánast að kenna þeim. Sem betur fer tókst okkur hjónunum að finna sameiginlegan grunn til að standa á. Koma auga á þau gildi sem við viljum standa fyrir og fylgja þeim eftir í samskiptum okkar við hvort annað, við börnin okkar og við alla aðra. Það tók í rauninni ekkert sérstaklega á; snerist aðeins um að breyta um samskiptamáta. Í stað þess að segja „ég ætla“, þá sögðum við „eigum við að?…?“ Og þannig tölum við saman; með því að eiga í samskiptum sem hafa þann tilgang að finna niðurstöðu sem við getum verið sammála um. Undanfarnar vikur hafa brotist fram umræður í samfélaginu, á samfélagsmiðlum og einnig í samskiptum milli manna, sem kalla fram sterkar skoðanir hvers og eins. Snerta jafnvel viðkvæma strengi í hugskotinu, vekja upp átakanlega reynslu og tilfinningar sem við héldum að við hefðum grafið niður um leið og sáru minningarnar. En lífsreynslan gerir okkur að því sem við erum og mótar viðhorf okkar. Við vitum sjaldnast hvað augu annarra hafa séð, hvað eyrun hafa heyrt eða hvað hjarta þeirra hefur liðið. Ekki frekar en aðrir vita hvaða reynsla býr innra með okkur. Það er auðveldara að hneykslast á eða dæma aðra fyrir skoðanir sínar heldur en að skoða sjálfan sig að innan og viðurkenna hver við erum í þessum veruleika sem við búum í. En ávinningurinn af því er mikill. Eftir því sem árunum fjölgar sem ég og eiginmaðurinn eigum saman, því betur lærum við inn á hvort annað og því betur kunnum við að meta þegar við erum ósammála. Við rökræðum og erum gagnrýnin hvort á annað en einhvers staðar á samferð okkar saman ákváðum við að bera alltaf virðingu fyrir viðhorfum okkar – sem oft stangast á. Samskiptin spegla skoðanir okkar og við komumst jafnvel að því að við höfum allt önnur viðhorf heldur en við héldum áður en við byrjuðum að tala saman. Ég óska þess að við munum alltaf geta átt í þannig samskiptum, sem leiða af sér aukna sjálfsþekkingu okkar beggja og styrkja tengslin milli okkar. Eins óska ég þess að okkur, sem búum saman í þessu litla og umvefjandi en um leið stóra og fráhrindandi samfélagi, lánist að hlusta hvert á annað með hjartanu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Já, það getur vel verið að þér líði ekkert vel með þetta en má ég ekki segja mína skoðun!?“ Einmitt svona enduðu oft rökræður okkar hjónanna hér einu sinni. Við vorum alls ekki alltaf sammála og þegar börnin voru yngri vorum við stundum ósammála um uppeldisaðferðir; það var ekki gott. Það leiddi til þess að börnin fengu misvísandi skilaboð og vakti auk þess með þeim óöryggi. Þau urðu jafnvel ringluð vegna þess að ég sagði eitt, pabbi þeirra allt annað og hver hafði þá eiginlega rétt fyrir sér? Eftir hverju áttu þau að fara? Oft endaði það með því að þau gerðu hvorugt og fóru bara sína leið; tóku afstöðu með sjálfum sér og reyndu að áætla hvað best væri að gera út frá öllu sem okkur hafði þó lánast að kenna þeim. Sem betur fer tókst okkur hjónunum að finna sameiginlegan grunn til að standa á. Koma auga á þau gildi sem við viljum standa fyrir og fylgja þeim eftir í samskiptum okkar við hvort annað, við börnin okkar og við alla aðra. Það tók í rauninni ekkert sérstaklega á; snerist aðeins um að breyta um samskiptamáta. Í stað þess að segja „ég ætla“, þá sögðum við „eigum við að?…?“ Og þannig tölum við saman; með því að eiga í samskiptum sem hafa þann tilgang að finna niðurstöðu sem við getum verið sammála um. Undanfarnar vikur hafa brotist fram umræður í samfélaginu, á samfélagsmiðlum og einnig í samskiptum milli manna, sem kalla fram sterkar skoðanir hvers og eins. Snerta jafnvel viðkvæma strengi í hugskotinu, vekja upp átakanlega reynslu og tilfinningar sem við héldum að við hefðum grafið niður um leið og sáru minningarnar. En lífsreynslan gerir okkur að því sem við erum og mótar viðhorf okkar. Við vitum sjaldnast hvað augu annarra hafa séð, hvað eyrun hafa heyrt eða hvað hjarta þeirra hefur liðið. Ekki frekar en aðrir vita hvaða reynsla býr innra með okkur. Það er auðveldara að hneykslast á eða dæma aðra fyrir skoðanir sínar heldur en að skoða sjálfan sig að innan og viðurkenna hver við erum í þessum veruleika sem við búum í. En ávinningurinn af því er mikill. Eftir því sem árunum fjölgar sem ég og eiginmaðurinn eigum saman, því betur lærum við inn á hvort annað og því betur kunnum við að meta þegar við erum ósammála. Við rökræðum og erum gagnrýnin hvort á annað en einhvers staðar á samferð okkar saman ákváðum við að bera alltaf virðingu fyrir viðhorfum okkar – sem oft stangast á. Samskiptin spegla skoðanir okkar og við komumst jafnvel að því að við höfum allt önnur viðhorf heldur en við héldum áður en við byrjuðum að tala saman. Ég óska þess að við munum alltaf geta átt í þannig samskiptum, sem leiða af sér aukna sjálfsþekkingu okkar beggja og styrkja tengslin milli okkar. Eins óska ég þess að okkur, sem búum saman í þessu litla og umvefjandi en um leið stóra og fráhrindandi samfélagi, lánist að hlusta hvert á annað með hjartanu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar