Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. ágúst 2025 12:02 Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skóla- og menntamál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun