Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2025 16:01 Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Þuríður Harpa Sigurðardóttir Formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Þuríður Harpa Sigurðardóttir Formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar