Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar