Innlent

Starfslokagreiðsla Páls nam rúmum 22 milljónum

Jakob Bjarnar skrifar
Páll hvarf frekar ósáttur frá stöðu útvarpsstjóra á sínum tíma en líkast til hefur starfslokagreiðslan reynst sárabót.
Páll hvarf frekar ósáttur frá stöðu útvarpsstjóra á sínum tíma en líkast til hefur starfslokagreiðslan reynst sárabót.
RÚV greiddi, á rekstrarárunum 2013-2015, 35.757.273 krónur í starfslokagreiðslur. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Karls Garðssonar þingmanns.

Alls fengu fengu 13 starfs­menn slíka samninga og hæsta greiðsla var 22.380.144 kr. og lægsta greiðsla var 347.025 kr.

Karl spurði hvernig greiðslurnar skiptust á starfsmenn, hverjir hafi fengið greiðslurnar og hverjar en í svarinu kemur fram að Ríkisútvarpið telji sér óheimilt að veita ráð­herra umbeðnar upplýsingar um aðra starfs­menn félagsins en útvarpsstjóra, enda væru þær með því aðgengilegar al­menningi sem væri að mati Ríkisútvarpsins í andstöðu við 7. gr. upplýsingalaga. En, greiðsla til Páls Magnússonar útvarpsstjóra var 22.380.144 kr.

Páll hætti sem útvarpsstjóri í desember árið 2013, eftir nokkur átök en ástæðan sem hann gaf á sínum tíma fyrir að segja sig frá stöðunni var sú að hann taldi sig ekki njóta trausts stjórnar RÚV.

Þá kemur jafnframt fram að einn starfsmaður, sem þáði biðlaun með því að þiggja starfslokasamning, sem öllum starfsmönnum bauðst á sínum tíma, hefur verið endurráðinn til stofnunarinnar á starfslokatíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×