Innlent

Björgunarskip með bát í togi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/pjetur
Reykur kom upp í báti sem var við veiðar um 1,5 sjómílur norður af Siglunesi. Í fyrstu var talið að eldur hafi kviknað og var björgunarskipið Sigurvon frá Siglufirði kallað út um klukkan 13 í dag.

Björgunarskipið fór úr höfn nokkrum mínútum eftir að útkall barst en stuttu síðar bárust upplýsingar um að einungis sæist reykur í bátnum en enginn eldur og að atvikið væri minniháttar.

Skipið er nú á leið til hafnar með bátinn í togi. Ekkert amar að skipverjanum sem var einn um borð, segir í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×