Innlent

Linda Blöndal ráðin til Hringbrautar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Linda Blöndal
Linda Blöndal mynd/aðsend
Fjölmiðlakonan Linda Blöndal hefur verið ráðin til Hringbrautar þar sem hún mun sinna dagskrárgerð í sjónvarpi í samstarfi við Sigurjón M. Egilsson og Sigmund Erni Rúnarsson.

Þá verður starf fréttastjórans Björns Þorlákssonar verið lagt niður en hann mun sinna sérverkefnum fyrir sjónvarpið í sumar að því er fram kemur í tilkynningu frá Hringbraut.

Linda starfaði lengi við dagskrárgerð og fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu auk þess sem hún var einnig fréttamaður á Stöð 2 um skeið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×