Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Skattframtöl Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, voru ekki í samræmi við skattalög að mati sérfræðings í skattarétti. Fjallað verður um mál Sigmundar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en forsætisráðherrann fyrrverandi hefur birt ítarlegar upplýsingar um eignir sínar og skattgreiðslur.

Í fréttunum verður einnig fjallað um ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum og nýja könnun fréttastofu 365 um fylgi forsetaframbjóðanda. Rætt verður við Guðna Th. Jóhannesson sem mælist með tæplega sjötíu prósenta fylgi í könnunni.

Þá verður rætt við kaupmenn á Skólavörðustíg sem eru ósáttir með sumarlokanir og tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson en mörgum brá í brún þegar minningartónleikar fyrir hann voru auglýstir í gær. Valdimar er þó sprelllifandi og ætlar að vera það miklu lengur og er nú orðinn maraþonmaður Reykjavíkurmaraþonsins.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×