Minningartónleikar um lifandi mann Birta Björnsdóttir skrifar 11. maí 2016 19:30 Það brá mörgum í brún þegar auglýstir voru minningartónleikar um söngvarann Valdimar Guðmundsson í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa á samfélagsmiðlum. Blessunarlega eru þessar fregnirnar af andáti Valdimars stórlega ýktar og hann er sprelllifandi eins og sjá má. „Ég var á Improv-Ísland sýningu og skyndilega fór allt á fullt í símanum mínum. Ég þurfti að fara beint í það að sannfæra fólk um að ég væri á lífi," segir Valdimar og bætir við að hann hafi verið búinn að vara nánustu ættingja við áður en auglýsingin fór í loftið. Tilgangurinn var þó ekki einvörðungu til gamans en Valdimar segir auglýsinguna, sem er úr smiðju auglýsingastofunnar EnnEmm, byggða á draumi sem hann eitt sinn dreymdi. „Að hluta til allavega. Mig dreymdi að ég væri að deyja og átti erfitt með að ná andanum. Í kjölfarið spyr svo umboðsmaðurinn minn mig hvort mig langi að vera valdur af enn einum minningartónleikunum í Hörpu og ég var að sjálfsögðu ekki spenntur fyrir því," sagði Valdimar. Valdimar hefur áður tjáð sig opinberlega um áhyggjur af heilsufari sínu og þá staðreynd að hann vilji létta sig og komast í betra form. Nú er hann sem sé búinn að taka að sér hlutverk maraþonmannsins og ætlar að fara 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Og Valdimar segir það ótvíræðan kost að fara í átak sem þetta með svona opinberum hætti. „Það er bara gott. Þá er ég að setja meiri pressu á sjálfan mig og það er bara af hinu góða," segir Valdimar. En þó líkamsræktin verði stór hluti af lífi Valdimars á næstunni lofar hann því að leggja sönghæfileikana ekki á hilluna. „Þó ég sé mikill maraþonmaður þá er ég fyrst og fremst tónlistarmaður," segir Valdimar.Kollegar Valdimars, þeir Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Friðrik Ómar samþykktu góðfúslega að taka þátt í að auglýsa hina tilbúnu minningartónleika og koma fyrir á veggspjaldinu. Þeir hyggjast allir gefa greiðslur fyrir þátttöku í auglýsingunni til þess góðgerðarfélags sem Valdimar ákveður að styrkja með þátttöku sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar ákvað að safna áheitum til styrktar Krabbameinsfélagsins og geta áhugasamir heitið á Valdimar inni á heimasíðunni www.minaskorun.is. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Það brá mörgum í brún þegar auglýstir voru minningartónleikar um söngvarann Valdimar Guðmundsson í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa á samfélagsmiðlum. Blessunarlega eru þessar fregnirnar af andáti Valdimars stórlega ýktar og hann er sprelllifandi eins og sjá má. „Ég var á Improv-Ísland sýningu og skyndilega fór allt á fullt í símanum mínum. Ég þurfti að fara beint í það að sannfæra fólk um að ég væri á lífi," segir Valdimar og bætir við að hann hafi verið búinn að vara nánustu ættingja við áður en auglýsingin fór í loftið. Tilgangurinn var þó ekki einvörðungu til gamans en Valdimar segir auglýsinguna, sem er úr smiðju auglýsingastofunnar EnnEmm, byggða á draumi sem hann eitt sinn dreymdi. „Að hluta til allavega. Mig dreymdi að ég væri að deyja og átti erfitt með að ná andanum. Í kjölfarið spyr svo umboðsmaðurinn minn mig hvort mig langi að vera valdur af enn einum minningartónleikunum í Hörpu og ég var að sjálfsögðu ekki spenntur fyrir því," sagði Valdimar. Valdimar hefur áður tjáð sig opinberlega um áhyggjur af heilsufari sínu og þá staðreynd að hann vilji létta sig og komast í betra form. Nú er hann sem sé búinn að taka að sér hlutverk maraþonmannsins og ætlar að fara 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Og Valdimar segir það ótvíræðan kost að fara í átak sem þetta með svona opinberum hætti. „Það er bara gott. Þá er ég að setja meiri pressu á sjálfan mig og það er bara af hinu góða," segir Valdimar. En þó líkamsræktin verði stór hluti af lífi Valdimars á næstunni lofar hann því að leggja sönghæfileikana ekki á hilluna. „Þó ég sé mikill maraþonmaður þá er ég fyrst og fremst tónlistarmaður," segir Valdimar.Kollegar Valdimars, þeir Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Friðrik Ómar samþykktu góðfúslega að taka þátt í að auglýsa hina tilbúnu minningartónleika og koma fyrir á veggspjaldinu. Þeir hyggjast allir gefa greiðslur fyrir þátttöku í auglýsingunni til þess góðgerðarfélags sem Valdimar ákveður að styrkja með þátttöku sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar ákvað að safna áheitum til styrktar Krabbameinsfélagsins og geta áhugasamir heitið á Valdimar inni á heimasíðunni www.minaskorun.is.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira