Innlent

Meint fjárkúgun í Bolungarvík: Ákvörðun um að fella niður rannsókn staðfest

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. Vísir/Pjetur
Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintri fjárkúgun í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin hafði staðið yfir í rúmlega tvö ár þegar hún var felld niður í mars síðastliðnum.

Fimm fyrrverandi starfsmenn fiskvinnslunnar kærðu ákvörðun lögreglustjórans um að fella niður rannsóknina og komst ríkissaksóknari að þessari niðurstöðu í dag.

Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins besta á Ísafirði barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá fiskvinnslunni var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna, af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu.

Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð og eru þeir sem kærðu meðal þeirra. Lögregla fékk bréfið til skoðunar.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vildi ekki á sínum tíma tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að rannsókn málsins var hætt.


Tengdar fréttir

Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur

Rannsókn á meintu mansali fiskverkafólks frá Póllandi sem kom upp á Bolungarvík hófst ekki fyrr en Verkalýðsfélagið á staðnum ýtti á eftir því. Formaður félagsins skorar á önnur verkalýðsfélög að vera á varðbergi gagnvart mansali og fylgjast vel með kjörum farandverkafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×