Hvítasunnan – hvað er nú það? Þórhallur Heimisson skrifar 13. maí 2016 07:00 Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þessari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna samkvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skammdegisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist.Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þessari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna samkvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skammdegisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist.Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun