Hvítasunnan – hvað er nú það? Þórhallur Heimisson skrifar 13. maí 2016 07:00 Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þessari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna samkvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skammdegisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist.Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þessari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna samkvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skammdegisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist.Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun