Hvítasunnan – hvað er nú það? Þórhallur Heimisson skrifar 13. maí 2016 07:00 Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þessari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna samkvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skammdegisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist.Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristnum sið. Hvort sem við teljum okkur trúuð eða ekki. Á jólum fögnum við kristnir menn fæðingu Jesú. Á páskum gleðjumst við yfir upprisu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað með hvítasunnu? Hvers vegna höldum við upp á hvítasunnuna? Ég heyrði einu sinni mann svara þessari spurningu svona, þegar hann var spurður af fréttamanni á förnum vegi um inntak hvítasunnu: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Ætli flestir séu búnir að gleyma því? Alla vega gleyma því að hér sé á ferðinni þriðja stærsta hátíð kristninnar. Tómir kirkjubekkir víða um þessa hátíð virðast benda til þess. Nema þar sem fermingar fara fram. En hvað er þá hvítasunna samkvæmt kristinni trú og hvers vegna köllum við hana þriðju stærstu hátíð kirkjunnar? Meðal annars er hún vor- og sumarhátíð kristinnar kirkju. Um hvítasunnu fögnum við sumri og lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann. Það sjáum við allt í kringum okkur. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn. Við þökkum Guði allt þetta og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Íslendingar hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Langar skammdegisnætur og enn lengri útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvítasunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist.Sterkasta skjólið Hvað það var, sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum íhugunarefni á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Postularnir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasögunni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari helgu hátíð og hverja stund árið um kring. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vaxandi, eiginhagsmunasemin og peningaveldið ræður ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar