Innkaupalistar grunnskólabarna samræmast ekki lögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta foreldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar.Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði börnum ekki lengur mismunað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunnskóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta foreldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar.Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði börnum ekki lengur mismunað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunnskóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun