Innkaupalistar grunnskólabarna samræmast ekki lögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta foreldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar.Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði börnum ekki lengur mismunað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunnskóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn. Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.Mismunandi kostnaður eftir skólum Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli á lögum samkvæmt að vera gjaldfrjáls og getur verið þungur baggi fyrir marga foreldra. Þess má þó geta að sum sveitarfélög og skólar láta foreldra ekki greiða fyrir námsgögn og er það til fyrirmyndar.Barnaheill skora á stjórnvöld Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja ítreka áskorun sína frá haustinu 2015 um að að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði börnum ekki lengur mismunað hvað þetta varðar eða vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Núverandi fyrirkomulag felur í sér mismunun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Barnaheill vilja jafnframt hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla. Barnaheill hvetja alla grunnskóla landsins til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagnanna. Gerum grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virðum þannig þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggjum jafnframt að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun