Innlent

Skima fyrir kvíða á Egilsstöðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Egilsstaðir eru í Fljótsdalshéraði.
Egilsstaðir eru í Fljótsdalshéraði. vísir/gva
Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs ræddi á síðasta fundi sínum möguleikann á því að skima fyrir kvíða á unglingastigi í skólum í sveitarfélaginu.

Fræðslufulltrúa sveitarfélagsins var falið að kanna möguleika á samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Félagsþjónustuna um framkvæmd slíkra skimana. Fræðslunefndin ætlar að taka málið til frekari afgreiðslu þegar niðurstaða þeirrar könnunar liggur fyrir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×