Ljósmyndari í Reykjavík sýknaður af tólf milljóna króna kröfu pars Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2016 10:11 Ljósmyndarinn var sýknaður af kröfum parsins. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ljósmyndara af kröfu pars sem fór fram á tólf milljónir króna í miskabætur vegna ljósmynda sem rötuðu á netið í óþökk þeirra. Var parið dæmt til að greiða málskostnað ljósmyndarans. Upphaf málsins er rakið til október árið 2014 þegar parið fór í myndatöku hjá ljósmyndastofunni með nýfætt barn sitt. Teknar voru innilegar og persónulegar myndir af foreldrunum með barnið.Voru aðgengilegar á opnum vef Þegar kom að því að velja ljósmyndir hafði ljósmyndarinn þann háttinn á að senda parinu tengil að ljósmyndunum á opnum vef í gegnum tölvupóst. Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi. Rúmu hálfu ári síðar þegar konan og maðurinn voru að leita að myndum af manninum með aðstoð myndaleitar Google komu upp óunnar myndir af fjölskyldunni úr myndatökunni á ljósmyndastofunni sem voru aðgengilegar öllum. Parinu var verulega brugðið við að uppgötva þetta en taldi það að myndirnar væru á læstri síðu. Sjálf höfðu þau valið myndir úr þessari myndatöku sem þau birtu sjálf á sínum Facebook-síðum. Þær myndir sem þau fundu í Google-myndaleitinni voru óunnar myndir úr myndatökunni og því mikið um nekt sem þau kærðu sig ekki um og meðal annars nærgöngular myndir af konunni að gefa barni sínu brjóst.Var verulega brugðið Konan lýsti fyrir dómi að þessi uppgötvun hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu. Eftir að hún sá myndirnar á Google fékk hún að heyra frá vinum og kunningjum að þeir hefðu séð myndirnar. Það olli henni miklum kvíða og lýsti hún því að henni hafi liðið eins og allir væru búnir að sjá myndirnar og fannst óþægilegt að vera í kringum fólk. Fyrir dómi sagðist ljósmyndarinn hafa skýrt út fyrir parinu að það fengi myndirnar sendar í gegnum netið til að velja úr.Baðst afsökunar og sagðist aldrei hafa ætlað að valda skaða Tölvupóstsamskiptin milli ljósmyndarans og parsins gengu þó fremur erfiðlega. Ljósmyndarinn misritaði tölvupóstfang parsins, bæði mannsins og konunnar. Einn pósturinn rataði þó rétta leið til konunnar þar sem hún gat valið úr myndir. Pósturinn þar sem hann útskýrði fyrir parinu að myndirnar væru á opnum vef rataði ekki rétta leið en ljósmyndarinnar taldi að parið gerði sér grein fyrir því að myndirnar væru ekki á lokuðum vef þar sem ekki þurfti lykilorð til að sjá þær. Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í maí í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum. Ljósmyndarinn eyddi myndunum af vef sínum og bað parið afsökunar og sagði fyrir dómi að það hefði aldrei verið ætlun sín að valda því skaða.Taldi að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi Verjandi ljósmyndarans sagði að til að sanna sekt hans þyrfti að sýna fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi sem hefði ekki verið gert. Þá sagði hann engin gögn hafa verið lögð fram sem varpa ljósi á miska í málinu, aðeins frásögn parsins sem sagðist hafa liðið illa. Ekki hafi verið útskýrt hvert tjónið er og hverjar afleiðingarnar hafi verið. Tengdar fréttir Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Parinu var verulega brugðið þegar það uppgötvaði að myndirnar voru á opnum vef. 2. maí 2016 14:41 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ljósmyndara af kröfu pars sem fór fram á tólf milljónir króna í miskabætur vegna ljósmynda sem rötuðu á netið í óþökk þeirra. Var parið dæmt til að greiða málskostnað ljósmyndarans. Upphaf málsins er rakið til október árið 2014 þegar parið fór í myndatöku hjá ljósmyndastofunni með nýfætt barn sitt. Teknar voru innilegar og persónulegar myndir af foreldrunum með barnið.Voru aðgengilegar á opnum vef Þegar kom að því að velja ljósmyndir hafði ljósmyndarinn þann háttinn á að senda parinu tengil að ljósmyndunum á opnum vef í gegnum tölvupóst. Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi. Rúmu hálfu ári síðar þegar konan og maðurinn voru að leita að myndum af manninum með aðstoð myndaleitar Google komu upp óunnar myndir af fjölskyldunni úr myndatökunni á ljósmyndastofunni sem voru aðgengilegar öllum. Parinu var verulega brugðið við að uppgötva þetta en taldi það að myndirnar væru á læstri síðu. Sjálf höfðu þau valið myndir úr þessari myndatöku sem þau birtu sjálf á sínum Facebook-síðum. Þær myndir sem þau fundu í Google-myndaleitinni voru óunnar myndir úr myndatökunni og því mikið um nekt sem þau kærðu sig ekki um og meðal annars nærgöngular myndir af konunni að gefa barni sínu brjóst.Var verulega brugðið Konan lýsti fyrir dómi að þessi uppgötvun hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu. Eftir að hún sá myndirnar á Google fékk hún að heyra frá vinum og kunningjum að þeir hefðu séð myndirnar. Það olli henni miklum kvíða og lýsti hún því að henni hafi liðið eins og allir væru búnir að sjá myndirnar og fannst óþægilegt að vera í kringum fólk. Fyrir dómi sagðist ljósmyndarinn hafa skýrt út fyrir parinu að það fengi myndirnar sendar í gegnum netið til að velja úr.Baðst afsökunar og sagðist aldrei hafa ætlað að valda skaða Tölvupóstsamskiptin milli ljósmyndarans og parsins gengu þó fremur erfiðlega. Ljósmyndarinn misritaði tölvupóstfang parsins, bæði mannsins og konunnar. Einn pósturinn rataði þó rétta leið til konunnar þar sem hún gat valið úr myndir. Pósturinn þar sem hann útskýrði fyrir parinu að myndirnar væru á opnum vef rataði ekki rétta leið en ljósmyndarinnar taldi að parið gerði sér grein fyrir því að myndirnar væru ekki á lokuðum vef þar sem ekki þurfti lykilorð til að sjá þær. Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í maí í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum. Ljósmyndarinn eyddi myndunum af vef sínum og bað parið afsökunar og sagði fyrir dómi að það hefði aldrei verið ætlun sín að valda því skaða.Taldi að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi Verjandi ljósmyndarans sagði að til að sanna sekt hans þyrfti að sýna fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi sem hefði ekki verið gert. Þá sagði hann engin gögn hafa verið lögð fram sem varpa ljósi á miska í málinu, aðeins frásögn parsins sem sagðist hafa liðið illa. Ekki hafi verið útskýrt hvert tjónið er og hverjar afleiðingarnar hafi verið.
Tengdar fréttir Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Parinu var verulega brugðið þegar það uppgötvaði að myndirnar voru á opnum vef. 2. maí 2016 14:41 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Parinu var verulega brugðið þegar það uppgötvaði að myndirnar voru á opnum vef. 2. maí 2016 14:41