Ljósmyndari í Reykjavík sýknaður af tólf milljóna króna kröfu pars Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2016 10:11 Ljósmyndarinn var sýknaður af kröfum parsins. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ljósmyndara af kröfu pars sem fór fram á tólf milljónir króna í miskabætur vegna ljósmynda sem rötuðu á netið í óþökk þeirra. Var parið dæmt til að greiða málskostnað ljósmyndarans. Upphaf málsins er rakið til október árið 2014 þegar parið fór í myndatöku hjá ljósmyndastofunni með nýfætt barn sitt. Teknar voru innilegar og persónulegar myndir af foreldrunum með barnið.Voru aðgengilegar á opnum vef Þegar kom að því að velja ljósmyndir hafði ljósmyndarinn þann háttinn á að senda parinu tengil að ljósmyndunum á opnum vef í gegnum tölvupóst. Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi. Rúmu hálfu ári síðar þegar konan og maðurinn voru að leita að myndum af manninum með aðstoð myndaleitar Google komu upp óunnar myndir af fjölskyldunni úr myndatökunni á ljósmyndastofunni sem voru aðgengilegar öllum. Parinu var verulega brugðið við að uppgötva þetta en taldi það að myndirnar væru á læstri síðu. Sjálf höfðu þau valið myndir úr þessari myndatöku sem þau birtu sjálf á sínum Facebook-síðum. Þær myndir sem þau fundu í Google-myndaleitinni voru óunnar myndir úr myndatökunni og því mikið um nekt sem þau kærðu sig ekki um og meðal annars nærgöngular myndir af konunni að gefa barni sínu brjóst.Var verulega brugðið Konan lýsti fyrir dómi að þessi uppgötvun hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu. Eftir að hún sá myndirnar á Google fékk hún að heyra frá vinum og kunningjum að þeir hefðu séð myndirnar. Það olli henni miklum kvíða og lýsti hún því að henni hafi liðið eins og allir væru búnir að sjá myndirnar og fannst óþægilegt að vera í kringum fólk. Fyrir dómi sagðist ljósmyndarinn hafa skýrt út fyrir parinu að það fengi myndirnar sendar í gegnum netið til að velja úr.Baðst afsökunar og sagðist aldrei hafa ætlað að valda skaða Tölvupóstsamskiptin milli ljósmyndarans og parsins gengu þó fremur erfiðlega. Ljósmyndarinn misritaði tölvupóstfang parsins, bæði mannsins og konunnar. Einn pósturinn rataði þó rétta leið til konunnar þar sem hún gat valið úr myndir. Pósturinn þar sem hann útskýrði fyrir parinu að myndirnar væru á opnum vef rataði ekki rétta leið en ljósmyndarinnar taldi að parið gerði sér grein fyrir því að myndirnar væru ekki á lokuðum vef þar sem ekki þurfti lykilorð til að sjá þær. Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í maí í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum. Ljósmyndarinn eyddi myndunum af vef sínum og bað parið afsökunar og sagði fyrir dómi að það hefði aldrei verið ætlun sín að valda því skaða.Taldi að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi Verjandi ljósmyndarans sagði að til að sanna sekt hans þyrfti að sýna fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi sem hefði ekki verið gert. Þá sagði hann engin gögn hafa verið lögð fram sem varpa ljósi á miska í málinu, aðeins frásögn parsins sem sagðist hafa liðið illa. Ekki hafi verið útskýrt hvert tjónið er og hverjar afleiðingarnar hafi verið. Tengdar fréttir Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Parinu var verulega brugðið þegar það uppgötvaði að myndirnar voru á opnum vef. 2. maí 2016 14:41 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ljósmyndara af kröfu pars sem fór fram á tólf milljónir króna í miskabætur vegna ljósmynda sem rötuðu á netið í óþökk þeirra. Var parið dæmt til að greiða málskostnað ljósmyndarans. Upphaf málsins er rakið til október árið 2014 þegar parið fór í myndatöku hjá ljósmyndastofunni með nýfætt barn sitt. Teknar voru innilegar og persónulegar myndir af foreldrunum með barnið.Voru aðgengilegar á opnum vef Þegar kom að því að velja ljósmyndir hafði ljósmyndarinn þann háttinn á að senda parinu tengil að ljósmyndunum á opnum vef í gegnum tölvupóst. Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi. Rúmu hálfu ári síðar þegar konan og maðurinn voru að leita að myndum af manninum með aðstoð myndaleitar Google komu upp óunnar myndir af fjölskyldunni úr myndatökunni á ljósmyndastofunni sem voru aðgengilegar öllum. Parinu var verulega brugðið við að uppgötva þetta en taldi það að myndirnar væru á læstri síðu. Sjálf höfðu þau valið myndir úr þessari myndatöku sem þau birtu sjálf á sínum Facebook-síðum. Þær myndir sem þau fundu í Google-myndaleitinni voru óunnar myndir úr myndatökunni og því mikið um nekt sem þau kærðu sig ekki um og meðal annars nærgöngular myndir af konunni að gefa barni sínu brjóst.Var verulega brugðið Konan lýsti fyrir dómi að þessi uppgötvun hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu. Eftir að hún sá myndirnar á Google fékk hún að heyra frá vinum og kunningjum að þeir hefðu séð myndirnar. Það olli henni miklum kvíða og lýsti hún því að henni hafi liðið eins og allir væru búnir að sjá myndirnar og fannst óþægilegt að vera í kringum fólk. Fyrir dómi sagðist ljósmyndarinn hafa skýrt út fyrir parinu að það fengi myndirnar sendar í gegnum netið til að velja úr.Baðst afsökunar og sagðist aldrei hafa ætlað að valda skaða Tölvupóstsamskiptin milli ljósmyndarans og parsins gengu þó fremur erfiðlega. Ljósmyndarinn misritaði tölvupóstfang parsins, bæði mannsins og konunnar. Einn pósturinn rataði þó rétta leið til konunnar þar sem hún gat valið úr myndir. Pósturinn þar sem hann útskýrði fyrir parinu að myndirnar væru á opnum vef rataði ekki rétta leið en ljósmyndarinnar taldi að parið gerði sér grein fyrir því að myndirnar væru ekki á lokuðum vef þar sem ekki þurfti lykilorð til að sjá þær. Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í maí í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum. Ljósmyndarinn eyddi myndunum af vef sínum og bað parið afsökunar og sagði fyrir dómi að það hefði aldrei verið ætlun sín að valda því skaða.Taldi að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi Verjandi ljósmyndarans sagði að til að sanna sekt hans þyrfti að sýna fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi sem hefði ekki verið gert. Þá sagði hann engin gögn hafa verið lögð fram sem varpa ljósi á miska í málinu, aðeins frásögn parsins sem sagðist hafa liðið illa. Ekki hafi verið útskýrt hvert tjónið er og hverjar afleiðingarnar hafi verið.
Tengdar fréttir Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Parinu var verulega brugðið þegar það uppgötvaði að myndirnar voru á opnum vef. 2. maí 2016 14:41 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Parinu var verulega brugðið þegar það uppgötvaði að myndirnar voru á opnum vef. 2. maí 2016 14:41