Par fer fram á milljónir í bætur frá ljósmyndara í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2016 14:41 Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum. Vísir/Getty Par hefur farið fram á tólf milljónir króna í skaðabætur frá ljósmyndastofu vegna ljósmynda sem rötuðu á netið í þeirra óþökk. Ljósmyndarinn krefst sýknu en til vara að bæturnar verði lækkaðar verulega. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en upphaf málsins má rekja til október árið 2014 þegar parið fór í myndatöku hjá ljósmyndastofunni með nýfætt barn sitt. Teknar voru persónulegar og innilegar myndir af foreldrunum með barnið. Þegar kom að því að velja ljósmyndir hafði ljósmyndarinn þann háttinn á að senda parinu tengil að ljósmyndunum á opnum vef í gegnum tölvupóst. Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi.Myndirnar komu upp við Google-leit Rúmu hálfu ári síðar þegar konan og maðurinn voru að leita að myndum af manninum með aðstoð myndaleitar Google komu upp óunnar myndir af fjölskyldunni úr myndatökunni á ljósmyndastofunni sem voru aðgengilegar öllum. Parinu var verulega brugðið við að uppgötva þetta en taldi það að myndirnar væru á læstri síðu. Sjálf höfðu þau valið myndir úr þessari myndatöku sem þau birtu sjálf á sínum Facebook-síðum. Þær myndir sem þau fundu í Google-myndaleitinni voru óunnar myndir úr myndatökunni og því mikið um nekt sem þau kærðu sig ekki um og meðal annars nærgöngular myndir af konunni að gefa barni sínu brjóst.Fann fyrir kvíða og vanlíðan Konan lýsti fyrir dómi að þessi uppgötvun hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu. Eftir að hún sá myndirnar á Google fékk hún að heyra frá vinum og kunningjum að þeir hefðu séð myndirnar. Það olli henni miklum kvíða og lýsti hún því að henni hafi liðið eins og allir væru búnir að sjá myndirnar og fannst óþægilegt að vera í kringum fólk.Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi.Vísir/GettyFyrir dómi sagðist ljósmyndarinn hafa skýrt út fyrir parinu að það fengi myndirnar sendar í gegnum netið til að velja úr. Tölvupóstsamskiptin milli ljósmyndarans og parsins gengu þó fremur erfiðlega. Ljósmyndarinn misritaði tölvupóstfang parsins, bæði mannsins og konunnar. Einn pósturinn rataði þó rétta leið til konunnar þar sem hún gat valið úr myndir. Pósturinn þar sem hann útskýrði fyrir parinu að myndirnar væru á opnum vef rataði ekki rétta leið en ljósmyndarinnar taldi að parið gerði sér grein fyrir því að myndirnar væru ekki á lokuðum vef þar sem ekki þurfti lykilorð til að sjá þær. Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í maí í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum.Var brugðið eftir símtalið Ljósmyndarinn sagðist hafa verið afar brugðið og mundi lítið eftir símtalinu sjálfu þar sem honum hefði orðið svo um. Hann sagði myndavef sinn hýstan í Bandaríkjunum og hann hafi í kjölfarið eytt öllum myndum af parinu og barninu þeirra þaðan út. Hann sagðist hafa beðið parið afsökunar og það hefði aldrei verið ætlun sín að valda því skaða. Líkt og fyrr segir fer parið fram á samtals 12 milljónir króna í miskabætur frá ljósmyndastofunni, fjórar milljónir fyrir manninn, fjórar milljónir fyrir konuna og fjórar milljónir fyrir barnið þeirra. Verjandi ljósmyndarans sagði þessar kröfurnar úr hófi en lögmaður parsins benti á að þær væru í samræmi við bætur sem voru dæmdar vegna Vodafone-lekans. Þar rötuðu textaskilaboð einstaklinga á netið og var þremur einstaklingum dæmdar samtals 2,7 milljónir króna í bætur. Í þessu máli hafi myndir af fjölskyldunni verið birtar á netinu í óþökk þeirra og taldi lögmaður parsins að myndbirtingin væri mun meira íþyngjandi en birting textaskilaboða.Taldi sekt ekki hafa verið sannaða Verjandi ljósmyndarans sagði að til að sanna sekt hans þyrfti að sýna fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi sem hefði ekki verið gert. Þá sagði hann engin gögn hafa verið lögð fram sem varpa ljósi á miska í málinu, aðeins frásögn parsins sem sagðist hafa liðið illa. Ekki hafi verið útskýrt hvert tjónið er og hverjar afleiðingarnir hafi verið. Að loknum munnlegum málflutningi var málið lagt fyrir dóm og má vænta niðurstöðu innan fjögurra vikna. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Par hefur farið fram á tólf milljónir króna í skaðabætur frá ljósmyndastofu vegna ljósmynda sem rötuðu á netið í þeirra óþökk. Ljósmyndarinn krefst sýknu en til vara að bæturnar verði lækkaðar verulega. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en upphaf málsins má rekja til október árið 2014 þegar parið fór í myndatöku hjá ljósmyndastofunni með nýfætt barn sitt. Teknar voru persónulegar og innilegar myndir af foreldrunum með barnið. Þegar kom að því að velja ljósmyndir hafði ljósmyndarinn þann háttinn á að senda parinu tengil að ljósmyndunum á opnum vef í gegnum tölvupóst. Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi.Myndirnar komu upp við Google-leit Rúmu hálfu ári síðar þegar konan og maðurinn voru að leita að myndum af manninum með aðstoð myndaleitar Google komu upp óunnar myndir af fjölskyldunni úr myndatökunni á ljósmyndastofunni sem voru aðgengilegar öllum. Parinu var verulega brugðið við að uppgötva þetta en taldi það að myndirnar væru á læstri síðu. Sjálf höfðu þau valið myndir úr þessari myndatöku sem þau birtu sjálf á sínum Facebook-síðum. Þær myndir sem þau fundu í Google-myndaleitinni voru óunnar myndir úr myndatökunni og því mikið um nekt sem þau kærðu sig ekki um og meðal annars nærgöngular myndir af konunni að gefa barni sínu brjóst.Fann fyrir kvíða og vanlíðan Konan lýsti fyrir dómi að þessi uppgötvun hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu. Eftir að hún sá myndirnar á Google fékk hún að heyra frá vinum og kunningjum að þeir hefðu séð myndirnar. Það olli henni miklum kvíða og lýsti hún því að henni hafi liðið eins og allir væru búnir að sjá myndirnar og fannst óþægilegt að vera í kringum fólk.Voru myndirnar ekki á lokaðri síðu sem þurfti aðgang að með lykilorði, líkt og parið taldi.Vísir/GettyFyrir dómi sagðist ljósmyndarinn hafa skýrt út fyrir parinu að það fengi myndirnar sendar í gegnum netið til að velja úr. Tölvupóstsamskiptin milli ljósmyndarans og parsins gengu þó fremur erfiðlega. Ljósmyndarinn misritaði tölvupóstfang parsins, bæði mannsins og konunnar. Einn pósturinn rataði þó rétta leið til konunnar þar sem hún gat valið úr myndir. Pósturinn þar sem hann útskýrði fyrir parinu að myndirnar væru á opnum vef rataði ekki rétta leið en ljósmyndarinnar taldi að parið gerði sér grein fyrir því að myndirnar væru ekki á lokuðum vef þar sem ekki þurfti lykilorð til að sjá þær. Ljósmyndarinn sagði manninn síðan hafa haft samband við sig í maí í fyrra þar sem hann greindi ljósmyndaranum frá því að myndirnar væru aðgengilegar öllum og hótaði ljósmyndaranum málaferlum.Var brugðið eftir símtalið Ljósmyndarinn sagðist hafa verið afar brugðið og mundi lítið eftir símtalinu sjálfu þar sem honum hefði orðið svo um. Hann sagði myndavef sinn hýstan í Bandaríkjunum og hann hafi í kjölfarið eytt öllum myndum af parinu og barninu þeirra þaðan út. Hann sagðist hafa beðið parið afsökunar og það hefði aldrei verið ætlun sín að valda því skaða. Líkt og fyrr segir fer parið fram á samtals 12 milljónir króna í miskabætur frá ljósmyndastofunni, fjórar milljónir fyrir manninn, fjórar milljónir fyrir konuna og fjórar milljónir fyrir barnið þeirra. Verjandi ljósmyndarans sagði þessar kröfurnar úr hófi en lögmaður parsins benti á að þær væru í samræmi við bætur sem voru dæmdar vegna Vodafone-lekans. Þar rötuðu textaskilaboð einstaklinga á netið og var þremur einstaklingum dæmdar samtals 2,7 milljónir króna í bætur. Í þessu máli hafi myndir af fjölskyldunni verið birtar á netinu í óþökk þeirra og taldi lögmaður parsins að myndbirtingin væri mun meira íþyngjandi en birting textaskilaboða.Taldi sekt ekki hafa verið sannaða Verjandi ljósmyndarans sagði að til að sanna sekt hans þyrfti að sýna fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi sem hefði ekki verið gert. Þá sagði hann engin gögn hafa verið lögð fram sem varpa ljósi á miska í málinu, aðeins frásögn parsins sem sagðist hafa liðið illa. Ekki hafi verið útskýrt hvert tjónið er og hverjar afleiðingarnir hafi verið. Að loknum munnlegum málflutningi var málið lagt fyrir dóm og má vænta niðurstöðu innan fjögurra vikna.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira