Innlent

Drekinn Haraldur hárfagri áætlar brottför á mánudag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Víkingaskipið sigldi inn í gömlu höfnina á þriðjudag. Það verður til sýnis á sunnudag milli klukkan 14 og 16.
Víkingaskipið sigldi inn í gömlu höfnina á þriðjudag. Það verður til sýnis á sunnudag milli klukkan 14 og 16. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Áhöfn víkingaskipsins Drekans Haraldar hárfagra áætlar nú að sigla frá Íslandi til Grænlands á mánudag, annan í hvítasunnu. Til stóð að höfð yrði tveggja til þriggja daga áning í Reykjavík en þar sem ekki hefur byrjað vel hefur lengst í dvölinni. Nú eru horfur á að byr fáist í seglin á mánudag, að sögn Söru Blank, blaðafulltrúa leiðangursins.

Þetta stærsta víkingaskip veraldar liggur við bryggju fyrir aftan Hörpu í Reykjavíkurhöfn. Það verður opið almenningi á hvítasunnudag milli klukkan 14 og 16.

Skipið kom til Reykjavíkur á mánudagskvöld og var þá orðið tíu dögum á eftir upphaflegri áætlun en lagt var upp frá Ögvaldsnesi í Noregi þann 23. apríl. Skipið tafðist á Hjaltlandi vegna bilunar og í Færeyjum vegna veðurs.

Frá Reykjavík verður siglt til Eystribyggðar á Grænlandi, þar sem Eiríkur rauði nam land. Áfangastaðurinn þar er bærinn Qaqortoq við mynni Eiríksfjarðar, eins og hann hét til forna. Sarah Blank segir áætlað að siglingin þangað taki sex til níu sólarhringa en búast má við hafís á leiðinni. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af komunni til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×