Hefurðu heyrt um "teflonkonur“? Þóranna Jónsdóttir skrifar 13. maí 2016 11:50 „Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt?
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun