Hefurðu heyrt um "teflonkonur“? Þóranna Jónsdóttir skrifar 13. maí 2016 11:50 „Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
„Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun