Hefurðu heyrt um "teflonkonur“? Þóranna Jónsdóttir skrifar 13. maí 2016 11:50 „Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Sjá meira
„Hefurðu einhvern tímann heyrt um teflonkonur?“ spurði vinnufélagi minn fyrr i vikunni, hámenntaður karlmaður á miðjum aldri. Hann var ekki að tala um nýjasta fyrirbærið frá Hollywood heldur vísa til eignleika TeflonTM sem meðal annars er notað í steikarpönnur. „Ég er í alvörunni að spyrja þig; hefurðu heyrt um teflonkonu?, hugsaðu þig vel um!“ Ég hummaði eitthvað. „Jú, sjáðu til“, hélt hann áfram, „Heimurinn er stútfullur af teflonkörlum. Körlum sem hafa gert mistök og gjarnan tekið þátt í einhverju vafasömu um tíðina, eru í raun langt frá því að eiga sér flekklausa fortíð, en halda samt velli í trúnaðarstörfum eða sem þjóðkjörnir fulltrúar. Njóta trausts og hylli þrátt fyrir afglöp ýmiskonar, kannski umdeildir, en halda sínum sessi.“ Heilinn á mér barðist um. Í gegnum huga minn hlupu ótal myndir af körlum; stjórnmálamönnum, frammámönnum í viðskiptalífi og þjóðarleiðtogum sem höfðu oftar en ekki komist í hann krappann en stóðu keikir. Enginn efi í þeirra huga að þeirra væri mátturinn og dýrðin, og nutu stuðnings til að standa áfram í þeirri trú. Ég leitaði og leitaði að teflonkonu, en fann bara myndir af konum sem höfðu hrökklast frá störfum og völdum; vegna starfa maka, vegna afglapa undirmanna, vegna skorts á stuðningi og svo mætti lengi telja. Í umræðum um forsetaframbjóðendur fer lítið fyrir konum. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegt í ljósi þess að Ísland er talið fremst meðal þjóða í jafnréttismálum. Það eru meira en 30 ár síðan við höfðum kjark til að kjósa konu sem þjóðarleiðtoga, og brutum blað í sögunni með því að stofna til kvennaframboðs. Ég hef velt því fyrir mér hvort að ósýnileiki kvenna í aðdraganda forsetakosninga sé vegna þess að teflonkonur eru ekki til. Ég held ég að margar frambærilegar konur hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna þess að þær vissu sem var, þær ættu litla möguleika á að njóta sammælis í samkeppni við teflonkarlana. Litlu feilnóturnar sem þær höfðu slegið á ferlinum myndu verða dregnar fram í dagsljósið og hljóma sem æpandi fölsk symfónía. Það hefði verið gaman að sjá fleiri sterkar konur í framboði. Ég þekki þó eina konu sem ákvað að sýna kjark og láta slag standa. Þetta er kona sem hefur látið verkin tala, hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki og leiða verkefni í þágu almannaþágu. Leiddi meðal annars verkefnið Auði í krafti kvenna sem olli á sínum tíma straumhvörfum í umræðu um konur og atvinnurekstur. Halla Tómasdóttir settist í stól framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs vorið 2006, fyrst kvenna og gegndi því starfi í eitt ár á mjög viðsjárverðum tímum. Það væri fráleitt að halda að Halla hafi gerst sek um afglöp í starfi á þeim tíma, en mögulega slegið litlar feilnótur eins og öllum verður á. Að hafa verið í forsvari Viðskiptaráðs í þennan stutta tíma hefur þó verið til þess að margir hafa slegið hana út af borðinu. Þessir sömu hafa kosið að horfa algjörlega fram hjá störfum Höllu í þágu kvenna, menntunar og samfélagsuppbyggingar, en auk þess að leiða Auði í krafti kvenna kom Halla bæði að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og var einn stofnendum mauraþúfunnar sem stóð fyrir Þjóðfundi 2009. Þau dæmast misjöfn morgunverkin. Ég er afskaplega stolt af frammistöðu okkar Íslendinga í jafnréttismálum og langar til að trúa því að hér sé fólk metið af verkum og verðleikum. Eftir því sem aldur og reynsla eykst verður það þó skýrara og skýrara að verk Jóns og Gunnu eru ekki vegin á sömu vogarskálum. Dáðir Jóns eru vegnar á skala þar sem hvert pund vegur þyngra, en þau pund er telja lesti eru þeim mun léttvægari ef þau á annað borð loða við viðkomandi. Hvað Gunnu varðar eru þessu akkúrat öfugt farið, kostir mega sín minna, lestir eru ófyrirgefanlegir. Teflonkarlar eru víða, teflon konur eru ekki til. Litlu blekdroparnir sem hrynja á karlana sjá dökku jakkafötin þeirra um hrinda frá sér og láta hverfa. Sömu smádropar verða að risablettum á hvítum bómullarkjólum kvennanna, ævarandi lýti sem hamlar þeim aðgengi að því að verða valdar til ábyrgðar og láta gott af sér leiða. Það er árið 2016, þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt?
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun