Erlent

Segir yfirvöld í Sádí-Arabíu hafa stutt árásirnar á Tvíburaturnana

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hryðjuverkaásirnar voru þær mannskæðustu í sögu Bandaríkjanna.
Hryðjuverkaásirnar voru þær mannskæðustu í sögu Bandaríkjanna. Vísir
Yfirvöld í Sádí-Arabíu studdu hryðjuverkamennina sem flugu flugvélunum á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Þessu heldur fyrrum meðlimur sjálfstæðrar nefndar sem gert var að rannsaka hryðjuverkaárásirnar.

Maðurinn heitir John F Lehman og sat í nefndinni á árunum 2013 og 2014. Hann sagði að mikið væri um gögn í málinu sem tengdu starfsmenn í ráðuneyti íslamskra málefna í Saudi-Arabíu við árásirnar.

Þetta segir Lehman í samtali við Guardian. Hann er fjárfestir í New York en starfaði áður sem flotamálaráðherra í ríkisstjórn Reagans.

Nefndin sem Lehman var í skilaði skýrslu sem hreinsaði Sádí-Arabíu af fyrrnefndum ásökunum. Fimmtán af þeim nítján hryðjuverkamönnum sem framkvæmdu árásirnar á Tvíburaturnana komu frá Sádí-Arabíu.

Nánar má lesa um málið hér.


Tengdar fréttir

Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum í New York - myndir

Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn.

Frelsisturninn rís í New York

Alþjóðlega fyrirtækið EarthCam hefur birt líðandi myndband þar sem bygging One World Trace Center er sýnd.

Tvíburaturnarnir rísa aftur

Í dag var síðasta stálbita komið fyrir í "Turni 4" sem markar áfanga í uppbyggingu tvíburaturnanna á Manhattan í New York




Fleiri fréttir

Sjá meira


×