Reynt að endurlífga vopnahléssamkomulag Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. maí 2016 07:00 Árásir Sýrlandshers á borgina Aleppo hafa kostað hundruð manna lífið síðustu tíu daga. Þar á meðal eru tugir barna og kvenna. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sýrlensku stjórnina brjóta gróflega gegn samkomulagi, sem gert var um vopnahlé í borginni. Uppreisnarmenn eru ekki saklausir heldur, segir Kerry. Bæði hann og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, reyna nú að bjarga vopnahléinu út úr því öngþveiti sem ríkt hefur undanfarið, bæði í Aleppo-héraði og víðar í Sýrlandi. Afar lítið virðist þurfa til þess að vopnahléið renni alveg út í sandinn. Staffan de Mistura, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, sagði við blaðamenn í Genf, eftir að hann hafði rætt þar við John Kerry, að nú væri reynt að koma á einhverju skipulagi fyrir eftirlit með nýju vopnahléssamkomulagi. „Við erum að undirbúa slíkt fyrirkomulag, en það þarf pólitískan vilja,“ sagði hann í gær. Hann sagðist vonast til þess að Sýrlandsstjórn hlusti á Rússa, sem hafa yfirleitt tekið málstað Bashars al Assad forseta. Í Genf ræddi Kerry einnig við Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, og Adel al Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa aðsetur í Bretlandi og fylgjast grannt með mannréttindabrotum í Sýrlandi, hafa 145 almennir borgarar fallið í loftárásum á svæði sem uppreisnarmenn eru með á sínu valdi. Meðal annars hafi verið gerð loftárás á sjúkrahús þar í borg á fimmtudaginn, þar sem meira en fimmtíu manns létu lífið, þar á meðal að minnsta kosti einn læknir og fleira heilbrigðisstarfsfólk. Þá hafi að minnsta kosti hundrað almennir borgarar fallið í árásum á svæði sem stjórnarherinn hefur á sínu valdi. Meðal annars hafi tunnusprengjum og öðrum heimasmíðuðum sprengjum verið varpað á fólk. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í meira en fimm ár og kostað hundruð þúsunda manna lífið. Tölur eru ónákvæmar, en Sameinuðu þjóðirnar telja mannfallið nema um 250 þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Árásir Sýrlandshers á borgina Aleppo hafa kostað hundruð manna lífið síðustu tíu daga. Þar á meðal eru tugir barna og kvenna. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sýrlensku stjórnina brjóta gróflega gegn samkomulagi, sem gert var um vopnahlé í borginni. Uppreisnarmenn eru ekki saklausir heldur, segir Kerry. Bæði hann og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, reyna nú að bjarga vopnahléinu út úr því öngþveiti sem ríkt hefur undanfarið, bæði í Aleppo-héraði og víðar í Sýrlandi. Afar lítið virðist þurfa til þess að vopnahléið renni alveg út í sandinn. Staffan de Mistura, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, sagði við blaðamenn í Genf, eftir að hann hafði rætt þar við John Kerry, að nú væri reynt að koma á einhverju skipulagi fyrir eftirlit með nýju vopnahléssamkomulagi. „Við erum að undirbúa slíkt fyrirkomulag, en það þarf pólitískan vilja,“ sagði hann í gær. Hann sagðist vonast til þess að Sýrlandsstjórn hlusti á Rússa, sem hafa yfirleitt tekið málstað Bashars al Assad forseta. Í Genf ræddi Kerry einnig við Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, og Adel al Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa aðsetur í Bretlandi og fylgjast grannt með mannréttindabrotum í Sýrlandi, hafa 145 almennir borgarar fallið í loftárásum á svæði sem uppreisnarmenn eru með á sínu valdi. Meðal annars hafi verið gerð loftárás á sjúkrahús þar í borg á fimmtudaginn, þar sem meira en fimmtíu manns létu lífið, þar á meðal að minnsta kosti einn læknir og fleira heilbrigðisstarfsfólk. Þá hafi að minnsta kosti hundrað almennir borgarar fallið í árásum á svæði sem stjórnarherinn hefur á sínu valdi. Meðal annars hafi tunnusprengjum og öðrum heimasmíðuðum sprengjum verið varpað á fólk. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í meira en fimm ár og kostað hundruð þúsunda manna lífið. Tölur eru ónákvæmar, en Sameinuðu þjóðirnar telja mannfallið nema um 250 þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira