Að sækja námslánin í skattaskjól Arngrímur Vídalín skrifar 4. maí 2016 13:00 Ágætu stjórnvöld, Ég verð stundum svolítið hugsi yfir því hvað námsmönnum er gert erfitt fyrir hér á landi alveg að ófyrirsynju, og það er ekki alveg laust við þá tilfinningu að það andi köldu yfir axlirnar á okkur með reglulegu millibili. Árlega er námsmönnum á formi lánasjóðs afhentur sendiboði til að skjóta, eins konar persónugerving ráðherra sem hægt er að kasta sín á milli á spjótseggjum og urða í mógröf fram að næstu úthlutunarreglum. Á meðan lánasjóðnum blæðir getur ráðherrann gengið óskaddaður milli fjöldafunda og talað um gildi menntunar og árangur sinn í starfi. Svona hefur þetta gengið lengur en elstu menn muna. En nú er svo komið að ekki verður skorið meir niður. Þar sem áður var svigrúm hljóða nýjar úthlutunarreglur upp á það að þeir nemendur sem ætla sér alla leið í doktorsnám geta ekki leyft sér neina útúrdúra þar sem heildarfjöldi lánshæfra eininga hefur nú verið skorinn niður allrækilega. Hefðbundið grunnnám (3 ár) eru 180 einingar, framhaldsnám (2 ár) 120 einingar, og doktorsnám (3-4 ár) 180-240 einingar. Fyrir þessu öllu var lánað auk 120 eininga til viðbótar samanlagt á hvaða námsstigi sem var. Nú aftur á móti verður ekki lánað nema fyrir 60 einingum á doktorsstigi auk 120 aukaeininga á grunn-, framhalds- eða doktorsstigi. Þetta þýðir að heildarfjöldi lánshæfra eininga er skorinn úr 600 niður í 480 – um tvö heil ár. Svigrúmið er ekkert og doktorsnemar við Íslensku- og menningardeild, þar sem doktorsnámið er fjögur ár en ekki þrjú, fá ekki lengur námslán út sinn námsferil. Það eru kaldar kveðjur til námsbrautar sem markar Háskóla Íslands einna mestrar sérstöðu í heiminum. Nýjustu úthlutunarreglur mætti orða á formi dæmisögu svona: Námsmaður hefur grunnnám en ákveður eftir fyrsta vetur að námið henti sér ekki. Því skiptir hann um svið og lýkur svo blönduðu grunnprófi í skyldum fögum á fjórum vetrum. Þvínæst lýkur hann meistaraprófi á tveim vetrum og hefur nú í hyggju að leggja stund á doktorsnám í faginu. Þá kemur á daginn að viðkomandi námsmaður hefur nýtt allt svigrúm sem úthlutunarreglur bjóða upp á og hefur því aðeins rétt til námslána í einn vetur af þrem eða fjórum sem doktorsnámið tekur. Þetta er raunhæft dæmi fyrir marga námsmenn. Niðurstaðan verður að doktorsnámi er því sem næst sjálfhætt við íslenska háskóla þar sem aðeins lítið brot doktorsnema hlýtur styrki úr samkeppnissjóðum eða getur framfleytt sér með öðrum hætti meðan á námi stendur. Doktorsnám hljóðar, þegar best lætur, upp á 70 stunda vinnuviku. Sú sérfræðiþekking sem verður til fyrir vikið er ómetanleg, en nú á skyndilega að ampútera hana frá menntakerfinu. Þessi skerðing á sér stað á sama tíma og stjórnvöld halda mjög á lofti fordæmalausum árangri sínum í að bæta kjör landsmanna auk bættrar stöðu ríkissjóðs og rekstrarafgangs af honum. Auðvitað efast ekki nokkur manneskja um þennan árangur og þó orkar það eitthvað einkennilega á sinnið að námsmenn fái enga hlutdeild í þeim árangri sem þeim er þó sagt að hafi náðst. Ef staða ríkissjóðs er svo góð sem sagt er hlýtur tilefni að vera til að auka heldur möguleika fólks á að stunda nám en að draga úr því litla sem þeim þó hefur staðið til boða fram að þessu. Málsmetandi maður hafði á dögunum orð á því að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi og má til sanns vegar færa líkt og nýleg dæmi sýna, en það er sömuleiðis erfitt að eiga þá ekki og þurfa að reiða sig á lánastofnanir meðan maður fórnar bestu árum lífsins til að afla sér dýrmætrar þekkingar, jafnvel þótt þær séu starfræktar af ríkinu og svo eigi að heita að það sé í þágu stúdenta sem þær eru starfræktar. Ýmsum kynni að þykja þetta benda til þess að stjórnvöld deili ekki kjörum með venjulegu fólki og þekki því ekki aðstæður námsmanna af eigin raun, enda eiga námsmenn sér ekkert skjól annað en lánasjóðinn. Illar tungur segja nú að þetta hljóti að vera liður í því að beina námsmönnum heldur að einkareknum lánasjóðum sem nú gera sig líklega til að hasla sér völl, en með því ráðherrar starfa í umboði kjósenda sem eru andvígir slíkri einkavæðingu í menntakerfinu nær það auðvitað ekki nokkurri átt, eða hvað? Það væri verra ef námsmenn þyrftu eftirleiðis að sækja námslánin í skattaskjól. Ef ekki mætti af öðru dæma en athöfnum núverandi stjórnvalda í málefnum stúdenta skyldi engan undra þótt þeir og þeirra á meðal doktorsnemar spyrji sjálfa sig hvort allt þetta sé ef til vill til marks um einhvers konar andúð stjórnarflokkanna á menntun. Nú vitum við auðvitað að það getur tæpast verið, en hvað á að segja þeim? Hvernig stendur á þessari aðför að háskólakerfinu þegar ríkisreksturinn er allur í þessu líka lukkunnar velstandi? Hvað, ágætu stjórnvöld, vakir eiginlega fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnvöld, Ég verð stundum svolítið hugsi yfir því hvað námsmönnum er gert erfitt fyrir hér á landi alveg að ófyrirsynju, og það er ekki alveg laust við þá tilfinningu að það andi köldu yfir axlirnar á okkur með reglulegu millibili. Árlega er námsmönnum á formi lánasjóðs afhentur sendiboði til að skjóta, eins konar persónugerving ráðherra sem hægt er að kasta sín á milli á spjótseggjum og urða í mógröf fram að næstu úthlutunarreglum. Á meðan lánasjóðnum blæðir getur ráðherrann gengið óskaddaður milli fjöldafunda og talað um gildi menntunar og árangur sinn í starfi. Svona hefur þetta gengið lengur en elstu menn muna. En nú er svo komið að ekki verður skorið meir niður. Þar sem áður var svigrúm hljóða nýjar úthlutunarreglur upp á það að þeir nemendur sem ætla sér alla leið í doktorsnám geta ekki leyft sér neina útúrdúra þar sem heildarfjöldi lánshæfra eininga hefur nú verið skorinn niður allrækilega. Hefðbundið grunnnám (3 ár) eru 180 einingar, framhaldsnám (2 ár) 120 einingar, og doktorsnám (3-4 ár) 180-240 einingar. Fyrir þessu öllu var lánað auk 120 eininga til viðbótar samanlagt á hvaða námsstigi sem var. Nú aftur á móti verður ekki lánað nema fyrir 60 einingum á doktorsstigi auk 120 aukaeininga á grunn-, framhalds- eða doktorsstigi. Þetta þýðir að heildarfjöldi lánshæfra eininga er skorinn úr 600 niður í 480 – um tvö heil ár. Svigrúmið er ekkert og doktorsnemar við Íslensku- og menningardeild, þar sem doktorsnámið er fjögur ár en ekki þrjú, fá ekki lengur námslán út sinn námsferil. Það eru kaldar kveðjur til námsbrautar sem markar Háskóla Íslands einna mestrar sérstöðu í heiminum. Nýjustu úthlutunarreglur mætti orða á formi dæmisögu svona: Námsmaður hefur grunnnám en ákveður eftir fyrsta vetur að námið henti sér ekki. Því skiptir hann um svið og lýkur svo blönduðu grunnprófi í skyldum fögum á fjórum vetrum. Þvínæst lýkur hann meistaraprófi á tveim vetrum og hefur nú í hyggju að leggja stund á doktorsnám í faginu. Þá kemur á daginn að viðkomandi námsmaður hefur nýtt allt svigrúm sem úthlutunarreglur bjóða upp á og hefur því aðeins rétt til námslána í einn vetur af þrem eða fjórum sem doktorsnámið tekur. Þetta er raunhæft dæmi fyrir marga námsmenn. Niðurstaðan verður að doktorsnámi er því sem næst sjálfhætt við íslenska háskóla þar sem aðeins lítið brot doktorsnema hlýtur styrki úr samkeppnissjóðum eða getur framfleytt sér með öðrum hætti meðan á námi stendur. Doktorsnám hljóðar, þegar best lætur, upp á 70 stunda vinnuviku. Sú sérfræðiþekking sem verður til fyrir vikið er ómetanleg, en nú á skyndilega að ampútera hana frá menntakerfinu. Þessi skerðing á sér stað á sama tíma og stjórnvöld halda mjög á lofti fordæmalausum árangri sínum í að bæta kjör landsmanna auk bættrar stöðu ríkissjóðs og rekstrarafgangs af honum. Auðvitað efast ekki nokkur manneskja um þennan árangur og þó orkar það eitthvað einkennilega á sinnið að námsmenn fái enga hlutdeild í þeim árangri sem þeim er þó sagt að hafi náðst. Ef staða ríkissjóðs er svo góð sem sagt er hlýtur tilefni að vera til að auka heldur möguleika fólks á að stunda nám en að draga úr því litla sem þeim þó hefur staðið til boða fram að þessu. Málsmetandi maður hafði á dögunum orð á því að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi og má til sanns vegar færa líkt og nýleg dæmi sýna, en það er sömuleiðis erfitt að eiga þá ekki og þurfa að reiða sig á lánastofnanir meðan maður fórnar bestu árum lífsins til að afla sér dýrmætrar þekkingar, jafnvel þótt þær séu starfræktar af ríkinu og svo eigi að heita að það sé í þágu stúdenta sem þær eru starfræktar. Ýmsum kynni að þykja þetta benda til þess að stjórnvöld deili ekki kjörum með venjulegu fólki og þekki því ekki aðstæður námsmanna af eigin raun, enda eiga námsmenn sér ekkert skjól annað en lánasjóðinn. Illar tungur segja nú að þetta hljóti að vera liður í því að beina námsmönnum heldur að einkareknum lánasjóðum sem nú gera sig líklega til að hasla sér völl, en með því ráðherrar starfa í umboði kjósenda sem eru andvígir slíkri einkavæðingu í menntakerfinu nær það auðvitað ekki nokkurri átt, eða hvað? Það væri verra ef námsmenn þyrftu eftirleiðis að sækja námslánin í skattaskjól. Ef ekki mætti af öðru dæma en athöfnum núverandi stjórnvalda í málefnum stúdenta skyldi engan undra þótt þeir og þeirra á meðal doktorsnemar spyrji sjálfa sig hvort allt þetta sé ef til vill til marks um einhvers konar andúð stjórnarflokkanna á menntun. Nú vitum við auðvitað að það getur tæpast verið, en hvað á að segja þeim? Hvernig stendur á þessari aðför að háskólakerfinu þegar ríkisreksturinn er allur í þessu líka lukkunnar velstandi? Hvað, ágætu stjórnvöld, vakir eiginlega fyrir ykkur?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun