Síður inngrip hjá þeim sem fæða heima Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Síðustu áratugi hafa flestar konur hér á landi valið að eiga börn sín á sjúkrahúsi þó svo að heimafæðingum hafi vaxið fiskur um hrygg. Mynd/Halldóra Ólafs Konur hafa rétt til að velja hvar þær fæða börnin sín. Sá réttur er staðfestur af Mannréttindadómstól Evrópu og hefur ekki verið þrengt að þeim rétti hér á landi. Aftur á móti hafa nær allar íslenskar konur valið að fæða barn sitt inni á sjúkrahúsi síðustu áratugi. Til dæmis fæddi eingöngu 0,1 prósent kvenna utan sjúkrastofnana árið 1990. Frá aldamótum hefur þó færst í vöxt að konur fæði heima og síðustu ár hafa um tvö prósent fæðinga verið í heimahúsi. Berglind Hálfdánsdóttir, doktor í ljósmæðrafræði, gerði rannsókn þar sem hún bar saman hraustar konur sem ákváðu fyrirfram að fæða í heimahúsi annars vegar og á sjúkrastofnun hins vegar. „Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær að hjá konum sem fæða í heimahúsi og eru ekki í áhættuhópi á meðgöngu var lægri tíðni hríðaörvunar og mænudeyfinga auk minni blæðinga eftir fæðingu en hjá sambærilegum hópi sem fæddi á sjúkrahúsi,“ segir Berglind. Einnig var hópur kvenna skoðaður sem kaus að fæða heima, þrátt fyrir að eiga við vandamál að stríða sem flokkast undir áhættumeðgöngu og samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis því ráðlagt að fæða á sjúkrastofnun. Hjá þeim hópi kom í ljós aukin áhætta við að fæða heima. Berglind HálfdánsdóttirTil viðbótar var viðhorf kvenna til fæðinga skoðað og athugað hvort það hefði áhrif á fæðinguna. „Jákvætt viðhorf kvenna hefur vissulega jákvætt fylgi við heimafæðingar og minni inngrip við fæðingar. En það skýrir þó ekki alveg þennan mun á heima- og sjúkrahúsfæðingum.“ Berglind segir niðurstöður rannsóknarinnar vekja upp spurningar um fyrirkomulag fæðinga á Íslandi. „Í heilbrigðiskerfi sem rekið er fyrir opinbert fé og þar sem stöðugt þarf að huga að því hvernig við nýtum best fjármuni, má velta fyrir sér hvort það megi teljast eðlilegt að jafn hátt hlutfall kvenna fæði inni á sjúkrahúsi eins og raun ber vitni hér á landi.“ Síðustu ár hefur umræðan um heimafæðingar á Íslandi opnast. Berglind telur líklegt að netið eigi sinn þátt í því að konur ræði saman og geri sér grein fyrir fleiri valkostum en sjúkrahúsfæðingum. Þess má geta að heimafæðingartíðnin er hæst á Íslandi af Norðurlöndunum og aðeins Bretland og Holland eru með hærri tíðni í Evrópu. „Til að efla þetta enn frekar er mikilvægt að vera með faglegar leiðbeiningar um hvað felist í öruggri fæðingarþjónustu. Eitthvað sem yrði á landsvísu og er ekki til í dag. Einnig þarf að samþætta betur, með formlegum hætti, heimaþjónustu og sjúkrahús. Svo samráð og flutningur gangi greiðlega fyrir sig ef upp koma vandamál. Einnig þarf að gæta þess að menntun íslenskra ljósmæðra verði áfram jafn sterk og vönduð og hún hefur verið hingað til.“ Berglind segir vissulega ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið að heimafæðingum fjölgi. Kostnaður eigi þó alls ekki að stýra því hvernig litið sé til fæðingarstaða eða vera forsenda fyrir fjölgun heimafæðinga. „Við búum í samfélagi þar sem konur eru aldar upp við þá hugmynd að sjúkrahús sé eðlilegi fæðingarstaðurinn og öruggasti valkosturinn. Ef það er sannfæring konunnar að sjúkrahús sé öruggast fyrir hana, þá er það rétti staðurinn. Lykilatriði í fæðingu er að kona sé ekki hrædd þegar hún fer í fæðingu því það getur haft neikvæð áhrif á sjálfa fæðinguna. Því má ekki ýta á konur að fæða heima af sparnaðarástæðum, það myndi ekki gefa góða raun. Aftur á móti má bjóða upp á góða valkosti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Konur hafa rétt til að velja hvar þær fæða börnin sín. Sá réttur er staðfestur af Mannréttindadómstól Evrópu og hefur ekki verið þrengt að þeim rétti hér á landi. Aftur á móti hafa nær allar íslenskar konur valið að fæða barn sitt inni á sjúkrahúsi síðustu áratugi. Til dæmis fæddi eingöngu 0,1 prósent kvenna utan sjúkrastofnana árið 1990. Frá aldamótum hefur þó færst í vöxt að konur fæði heima og síðustu ár hafa um tvö prósent fæðinga verið í heimahúsi. Berglind Hálfdánsdóttir, doktor í ljósmæðrafræði, gerði rannsókn þar sem hún bar saman hraustar konur sem ákváðu fyrirfram að fæða í heimahúsi annars vegar og á sjúkrastofnun hins vegar. „Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær að hjá konum sem fæða í heimahúsi og eru ekki í áhættuhópi á meðgöngu var lægri tíðni hríðaörvunar og mænudeyfinga auk minni blæðinga eftir fæðingu en hjá sambærilegum hópi sem fæddi á sjúkrahúsi,“ segir Berglind. Einnig var hópur kvenna skoðaður sem kaus að fæða heima, þrátt fyrir að eiga við vandamál að stríða sem flokkast undir áhættumeðgöngu og samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis því ráðlagt að fæða á sjúkrastofnun. Hjá þeim hópi kom í ljós aukin áhætta við að fæða heima. Berglind HálfdánsdóttirTil viðbótar var viðhorf kvenna til fæðinga skoðað og athugað hvort það hefði áhrif á fæðinguna. „Jákvætt viðhorf kvenna hefur vissulega jákvætt fylgi við heimafæðingar og minni inngrip við fæðingar. En það skýrir þó ekki alveg þennan mun á heima- og sjúkrahúsfæðingum.“ Berglind segir niðurstöður rannsóknarinnar vekja upp spurningar um fyrirkomulag fæðinga á Íslandi. „Í heilbrigðiskerfi sem rekið er fyrir opinbert fé og þar sem stöðugt þarf að huga að því hvernig við nýtum best fjármuni, má velta fyrir sér hvort það megi teljast eðlilegt að jafn hátt hlutfall kvenna fæði inni á sjúkrahúsi eins og raun ber vitni hér á landi.“ Síðustu ár hefur umræðan um heimafæðingar á Íslandi opnast. Berglind telur líklegt að netið eigi sinn þátt í því að konur ræði saman og geri sér grein fyrir fleiri valkostum en sjúkrahúsfæðingum. Þess má geta að heimafæðingartíðnin er hæst á Íslandi af Norðurlöndunum og aðeins Bretland og Holland eru með hærri tíðni í Evrópu. „Til að efla þetta enn frekar er mikilvægt að vera með faglegar leiðbeiningar um hvað felist í öruggri fæðingarþjónustu. Eitthvað sem yrði á landsvísu og er ekki til í dag. Einnig þarf að samþætta betur, með formlegum hætti, heimaþjónustu og sjúkrahús. Svo samráð og flutningur gangi greiðlega fyrir sig ef upp koma vandamál. Einnig þarf að gæta þess að menntun íslenskra ljósmæðra verði áfram jafn sterk og vönduð og hún hefur verið hingað til.“ Berglind segir vissulega ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið að heimafæðingum fjölgi. Kostnaður eigi þó alls ekki að stýra því hvernig litið sé til fæðingarstaða eða vera forsenda fyrir fjölgun heimafæðinga. „Við búum í samfélagi þar sem konur eru aldar upp við þá hugmynd að sjúkrahús sé eðlilegi fæðingarstaðurinn og öruggasti valkosturinn. Ef það er sannfæring konunnar að sjúkrahús sé öruggast fyrir hana, þá er það rétti staðurinn. Lykilatriði í fæðingu er að kona sé ekki hrædd þegar hún fer í fæðingu því það getur haft neikvæð áhrif á sjálfa fæðinguna. Því má ekki ýta á konur að fæða heima af sparnaðarástæðum, það myndi ekki gefa góða raun. Aftur á móti má bjóða upp á góða valkosti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira