Íslenskur utangarðsmaður í Köben: Eignaðist í fyrsta sinn á ævinni heimili og innbú með hjálp samlanda sinna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 22:00 Skjólstæðingurinn og túlkurinn að flutningadeginum mikla loknum sem var í dag. Vísir/Aðsend Facebook-hópurinn Íslendingar í Kaupmannahöfn hefur að undanförnu verið vettvangur einstaks góðverks þar sem notendur hópsins hafa safnað saman heilu innbúi fyrir íslenskan utangarðsmann í Kaupmannahöfn. Það var Björg Magnúsdóttir nokkur sem birti færslu á síðunni þar sem hún auglýsir eftir húsgögnum og slíku fyrir manninn sem hefur verið skjólstæðingur hennar um árabil. Hún vill vernda hans einkalíf og nefnir hann því ekki á nafn. „Hann átti ekkert, er á örorkubótum í Danmörku sem eru um 120 þúsund krónur íslenskar á mánuði og áttatíu prósent af því fer í húsaleigu,“ útskýrir Björg en maðurinn eignaðist í fyrsta sinn á ævinni sitt eigið heimili fyrir tveimur mánuðum. Björg segir félagsráðgjafa í Danmörku hafa barist fyrir því í tvö ár að maðurinn fengi félagslegt húsnæði en hann hefur búið á utangarðsmannaheimili í sjö ár. Björg kynntist manninum þegar hann kom inn á utangarðsmannaheimilið en hún var kölluð til sem túlkur fyrir hann.Yndislegur maður „Hann er mjög sérstakur, ólíkur öllum sem ég hef túlkað fyrir í gegnum tíðina sem eru svona fimmtíu til sextíu manns. Ég þurfti að stilla mig inn á hann tungumálalega séð, ég gat ekki verið eins formleg og ég er vanalega þegar kemur að túlkuninni.“ Björg var hlessa á því hversu mikil viðbrögðin voru við hjálparkalli hennar.Björg útskýrir að maðurinn hafi takmarkaðan orðaforða á íslensku og tali litla sem enga dönsku. Hún náði sérstöku sambandi við manninn og hefur því síðastliðin sjö ár túlkað fyrir hann. „Síðustu tvö árin höfum við hist mjög oft. Hann er svo ljúfur, hugnæmur, auðmjúkur og þakklátur. Alveg yndislegur. Félagsfræðingarnir hér hafa gert allt til að koma honum inn í kerfið hér svo hann gæti fengið íbúð á vegum hins opinbera en það er mjög erfitt að fá íbúð.“ Maðurinn fékk íbúð á besta stað eftir baráttu félagsráðgjafa en hún er staðsett í Frederiksberg sem telst til fínni hverfa í höfuðborginni. Það var svo fyrir rúmlega tveimur mánuðum eins og fyrr segir sem hann fékk loks íbúð en í henni var ekkert fyrir utan ísskáp og eldavél. „Ég átti eldhúsborð, eldhússtóla og eldhúsinnbú,“ útskýrir Björg. „Einhver hafði reddað honum örþunnri dýnu sem hann svaf á og svo er svolítið fyndið að segja frá því að hann á playstation leikjatölvu og sjónvarp sem hann hafði keypt sér fyrir peninga sem hann fékk úr skattinum. Þetta sextíu og fjögurra ára gamla barn situr alla daga og spilar GTA tölvuleik,“ segir Björg og hlær. Annað átti maðurinn ekki. Hér eru þau saman, Björg og skjólstæðingur hennar.Vísir/AðsendBjörg biðlaði því til Íslendinga í Kaupmannahöfn á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Mörg hundruð manns létu sér líka við færsluna, fjölmargir buðust til þess að gefa húsgögn og annað dót og Björg segist hafa fengið allt að 150 einkaskilaboð þar sem fólk forvitnast um hagi mannsins. Í dag var svo stóri flutningadagurinn þar sem allt það dót og þau húsgögn sem fólk hafði boðist til að gefa var flutt inn á heimili mannsins. Hefur verið á götunni allt sitt líf Í dag bárust svo þær gleðifréttir að vegna umfjöllunarinnar í Facebook hópnum hefur fólk úr fortíð mannsins sem vissi ekki um afdrif hans sett sig í samband við Björgu og fengið upplýsingar um sinn týnda vin. „Sem aukabónus í þetta frábæra upplifelsi hafa fjölskyldumeðlimir skjólstæðings míns fundið hann vegna þeirra skrifa sem hafa verið í vikunni. Hann er mjög hamingjusamur með það og er tilbúinn til og hlakkar til þess að taka þráðinn upp að nýju,“ skrifaði Björg inn á Facebook-hópinn í dag. Ein þeirra segist ætla að fara til konungsveldisins og heimsækja manninn í nýju íbúðina. Maðurinn hefur verið á götunni allt sitt líf. Hann gekk í skóla til þrettán ára aldurs en hætti þá og fór á sjó. Hann hefur síðan ekki átt fast aðsetur. Maðurinn er illa farinn líkamlega og andlega af eiturlyfjaneyslu en hann hætti ofneyslu eiturlyfja fyrir um tíu árum síðan. „Nú er hann laus við áfengis- og vímuefnavandann,“ segir Björg. Maðurinn er alveg óvinnufær en er að læra á alls kyns hversdagslega hluti svosem að fara í pósthúsið, í apótekið og slíkt með hjálp félagsráðgjafa. Þá hefur hann skráð sig sem þátttakandi í úrræði fyrir utangarðsmenn sem snýr að líkamsrækt. „Þetta er svo yndislegt, ég fæ tárin í augun,“ segir Björg. „Hann var svo hamingjusamur þegar hann tók upp hlutina og sagðist aldrei hafa átt svona fallega hluti. Hann var svo innilega þakklátur.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Facebook-hópurinn Íslendingar í Kaupmannahöfn hefur að undanförnu verið vettvangur einstaks góðverks þar sem notendur hópsins hafa safnað saman heilu innbúi fyrir íslenskan utangarðsmann í Kaupmannahöfn. Það var Björg Magnúsdóttir nokkur sem birti færslu á síðunni þar sem hún auglýsir eftir húsgögnum og slíku fyrir manninn sem hefur verið skjólstæðingur hennar um árabil. Hún vill vernda hans einkalíf og nefnir hann því ekki á nafn. „Hann átti ekkert, er á örorkubótum í Danmörku sem eru um 120 þúsund krónur íslenskar á mánuði og áttatíu prósent af því fer í húsaleigu,“ útskýrir Björg en maðurinn eignaðist í fyrsta sinn á ævinni sitt eigið heimili fyrir tveimur mánuðum. Björg segir félagsráðgjafa í Danmörku hafa barist fyrir því í tvö ár að maðurinn fengi félagslegt húsnæði en hann hefur búið á utangarðsmannaheimili í sjö ár. Björg kynntist manninum þegar hann kom inn á utangarðsmannaheimilið en hún var kölluð til sem túlkur fyrir hann.Yndislegur maður „Hann er mjög sérstakur, ólíkur öllum sem ég hef túlkað fyrir í gegnum tíðina sem eru svona fimmtíu til sextíu manns. Ég þurfti að stilla mig inn á hann tungumálalega séð, ég gat ekki verið eins formleg og ég er vanalega þegar kemur að túlkuninni.“ Björg var hlessa á því hversu mikil viðbrögðin voru við hjálparkalli hennar.Björg útskýrir að maðurinn hafi takmarkaðan orðaforða á íslensku og tali litla sem enga dönsku. Hún náði sérstöku sambandi við manninn og hefur því síðastliðin sjö ár túlkað fyrir hann. „Síðustu tvö árin höfum við hist mjög oft. Hann er svo ljúfur, hugnæmur, auðmjúkur og þakklátur. Alveg yndislegur. Félagsfræðingarnir hér hafa gert allt til að koma honum inn í kerfið hér svo hann gæti fengið íbúð á vegum hins opinbera en það er mjög erfitt að fá íbúð.“ Maðurinn fékk íbúð á besta stað eftir baráttu félagsráðgjafa en hún er staðsett í Frederiksberg sem telst til fínni hverfa í höfuðborginni. Það var svo fyrir rúmlega tveimur mánuðum eins og fyrr segir sem hann fékk loks íbúð en í henni var ekkert fyrir utan ísskáp og eldavél. „Ég átti eldhúsborð, eldhússtóla og eldhúsinnbú,“ útskýrir Björg. „Einhver hafði reddað honum örþunnri dýnu sem hann svaf á og svo er svolítið fyndið að segja frá því að hann á playstation leikjatölvu og sjónvarp sem hann hafði keypt sér fyrir peninga sem hann fékk úr skattinum. Þetta sextíu og fjögurra ára gamla barn situr alla daga og spilar GTA tölvuleik,“ segir Björg og hlær. Annað átti maðurinn ekki. Hér eru þau saman, Björg og skjólstæðingur hennar.Vísir/AðsendBjörg biðlaði því til Íslendinga í Kaupmannahöfn á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Mörg hundruð manns létu sér líka við færsluna, fjölmargir buðust til þess að gefa húsgögn og annað dót og Björg segist hafa fengið allt að 150 einkaskilaboð þar sem fólk forvitnast um hagi mannsins. Í dag var svo stóri flutningadagurinn þar sem allt það dót og þau húsgögn sem fólk hafði boðist til að gefa var flutt inn á heimili mannsins. Hefur verið á götunni allt sitt líf Í dag bárust svo þær gleðifréttir að vegna umfjöllunarinnar í Facebook hópnum hefur fólk úr fortíð mannsins sem vissi ekki um afdrif hans sett sig í samband við Björgu og fengið upplýsingar um sinn týnda vin. „Sem aukabónus í þetta frábæra upplifelsi hafa fjölskyldumeðlimir skjólstæðings míns fundið hann vegna þeirra skrifa sem hafa verið í vikunni. Hann er mjög hamingjusamur með það og er tilbúinn til og hlakkar til þess að taka þráðinn upp að nýju,“ skrifaði Björg inn á Facebook-hópinn í dag. Ein þeirra segist ætla að fara til konungsveldisins og heimsækja manninn í nýju íbúðina. Maðurinn hefur verið á götunni allt sitt líf. Hann gekk í skóla til þrettán ára aldurs en hætti þá og fór á sjó. Hann hefur síðan ekki átt fast aðsetur. Maðurinn er illa farinn líkamlega og andlega af eiturlyfjaneyslu en hann hætti ofneyslu eiturlyfja fyrir um tíu árum síðan. „Nú er hann laus við áfengis- og vímuefnavandann,“ segir Björg. Maðurinn er alveg óvinnufær en er að læra á alls kyns hversdagslega hluti svosem að fara í pósthúsið, í apótekið og slíkt með hjálp félagsráðgjafa. Þá hefur hann skráð sig sem þátttakandi í úrræði fyrir utangarðsmenn sem snýr að líkamsrækt. „Þetta er svo yndislegt, ég fæ tárin í augun,“ segir Björg. „Hann var svo hamingjusamur þegar hann tók upp hlutina og sagðist aldrei hafa átt svona fallega hluti. Hann var svo innilega þakklátur.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira