Haukur Helgi: Kem klárlega út sem sterkari leikmaður og einstaklingur Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 15:51 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hlaut nafnbótina besti leikmaður Dominos-deildar karla á lokahófi KKÍ í dag. Haukur Helgi kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og spilaði stórvel fyrir Njarðvík. Með Hauk Helga í liðinu komust Njarðvíkingar alla leið í oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildarinnar gegn KR sem stóð síðar uppi sem meistari þriðja árið í röð.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best„Það er mjög gaman að fá svona viðurkenningu og langt síðan síðast. Þetta er ágætis sárabót,“ sagði glaðbeittur Haukur Helgi við Vísi í dag. „Ég er mjög sáttur með veturinn. Ég kom fyrst og fremst til að taka til í hausnum og hlaða og svona. Þetta var viðburðaríkt og lærdómsríkt ár.“ „Við fórum ekki alla leið sem var markmiðið en ég er mjög sáttur. Við gerðum allt sem við gátum en KR var betra lið en og þetta var fyllilega verðskuldað hjá þeim,“ sagði Haukur Helgi. Styrkleiki Dominos-deildarinnar kom Hauki Helga skemmtilega á óvart en hann var áður búinn að spila fyrir sterkan háskóla í Bandaríkjunum sem og í efstu deild Þýskalands og Svíþjóðar. „Þetta er sterkari deild en ég bjóst við. Það er fullt af góðum leikmönnum hérna og og góðum liðum. Ég bjóst ekki við svona jafnri deild. Vanalega eru þetta tvo lið sem skara fram úr en í ár voru fleiri og jafnari lið sem er frábært,“ sagði Haukur Helgi, en hvað er næsta skref hjá honum? „Ég veit það ekki alveg. Ég ætla að skoða allt úti því mig langar mikið að komast út. Kannski miklu meira en í fyrra. Tíminn leiðir það í ljós en nú einbeiti ég mér bara að landsliðinu sem er næst á dagskrá.“ Haukur Helgi kom heim til að núllstilla sig en fékk hann það út úr vetrinum sem hann ætlaði sér? „Alveg klárlega. Ég fékk mikla ábyrgð og Frikki og Teitur eiga mikinn heiður skilið fyrir það og Njarðvík sem heild. Þetta var þvílíkt lærdómsríks og fer allt í reynslubankann. Ég kem klárlega út sem sterkari leikmaður og einstaklingur eftir þetta ár,“ sagði Haukur Helgi en er séns að hann spili aftur á Íslandi næsta vetur. „Það getur bara vel verið. Það er aldrei að vita,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Helena Sverrisdóttir var kjörinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í lokahófi KKÍ í dag. 6. maí 2016 15:38 Helena og Haukur Helgi valin bestu leikmenn tímabilsins Helena Sverrisdóttir og Haukur Helgi Pálsson komu bæði heim úr atvinnumennsku fyrir nýlokið tímabil og í dag voru þau kosin bestu leikmenn tímabilsins í Domino´s deildunum. 6. maí 2016 14:22 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hlaut nafnbótina besti leikmaður Dominos-deildar karla á lokahófi KKÍ í dag. Haukur Helgi kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og spilaði stórvel fyrir Njarðvík. Með Hauk Helga í liðinu komust Njarðvíkingar alla leið í oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildarinnar gegn KR sem stóð síðar uppi sem meistari þriðja árið í röð.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best„Það er mjög gaman að fá svona viðurkenningu og langt síðan síðast. Þetta er ágætis sárabót,“ sagði glaðbeittur Haukur Helgi við Vísi í dag. „Ég er mjög sáttur með veturinn. Ég kom fyrst og fremst til að taka til í hausnum og hlaða og svona. Þetta var viðburðaríkt og lærdómsríkt ár.“ „Við fórum ekki alla leið sem var markmiðið en ég er mjög sáttur. Við gerðum allt sem við gátum en KR var betra lið en og þetta var fyllilega verðskuldað hjá þeim,“ sagði Haukur Helgi. Styrkleiki Dominos-deildarinnar kom Hauki Helga skemmtilega á óvart en hann var áður búinn að spila fyrir sterkan háskóla í Bandaríkjunum sem og í efstu deild Þýskalands og Svíþjóðar. „Þetta er sterkari deild en ég bjóst við. Það er fullt af góðum leikmönnum hérna og og góðum liðum. Ég bjóst ekki við svona jafnri deild. Vanalega eru þetta tvo lið sem skara fram úr en í ár voru fleiri og jafnari lið sem er frábært,“ sagði Haukur Helgi, en hvað er næsta skref hjá honum? „Ég veit það ekki alveg. Ég ætla að skoða allt úti því mig langar mikið að komast út. Kannski miklu meira en í fyrra. Tíminn leiðir það í ljós en nú einbeiti ég mér bara að landsliðinu sem er næst á dagskrá.“ Haukur Helgi kom heim til að núllstilla sig en fékk hann það út úr vetrinum sem hann ætlaði sér? „Alveg klárlega. Ég fékk mikla ábyrgð og Frikki og Teitur eiga mikinn heiður skilið fyrir það og Njarðvík sem heild. Þetta var þvílíkt lærdómsríks og fer allt í reynslubankann. Ég kem klárlega út sem sterkari leikmaður og einstaklingur eftir þetta ár,“ sagði Haukur Helgi en er séns að hann spili aftur á Íslandi næsta vetur. „Það getur bara vel verið. Það er aldrei að vita,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Helena Sverrisdóttir var kjörinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í lokahófi KKÍ í dag. 6. maí 2016 15:38 Helena og Haukur Helgi valin bestu leikmenn tímabilsins Helena Sverrisdóttir og Haukur Helgi Pálsson komu bæði heim úr atvinnumennsku fyrir nýlokið tímabil og í dag voru þau kosin bestu leikmenn tímabilsins í Domino´s deildunum. 6. maí 2016 14:22 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Helena Sverrisdóttir var kjörinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í lokahófi KKÍ í dag. 6. maí 2016 15:38
Helena og Haukur Helgi valin bestu leikmenn tímabilsins Helena Sverrisdóttir og Haukur Helgi Pálsson komu bæði heim úr atvinnumennsku fyrir nýlokið tímabil og í dag voru þau kosin bestu leikmenn tímabilsins í Domino´s deildunum. 6. maí 2016 14:22
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum