Innlent

Engin svör frá forsetanum

Snærós Sindradóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Fréttastofa 365 hefur ekki fengið viðtal við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, eftir yfirlýsingu Dorritar Moussaieff um fjármál sín. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir forsetann veikan.

Fréttablaðið óskar svars við því hvernig forsetinn gat harðneitað því aðspurður að hann og kona hans tengdust aflandsfélögum þegar hann segist jafnframt aldrei hafa haft upplýsingar um fjárhagsmál forsetafrúarinnar og hún segist aldrei hafa rætt fjármál sín og fjölskyldu sinnar við hann.

Þá er óskað eftir svörum við því hvort forsetinn telji yfirlýsingu Dorritar frá í fyrradag svara með fullnægjandi hætti öllum atriðum varðandi fjármál þeirra hjóna. Eins hvort Panama-skjölin og umfjöllun um fjármál hjónanna í fjölmiðlum hafi áhrif á framboð hans.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×