Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands þar sem hann svarar fyrir aðild forsetafrúarinnar að aflandsfélögum í skattaskjólum. Hann svarar jafnframt spurningum um hvort hann geti hugsað sér að draga framboð sitt til baka ef annar frambjóðandi fær afgerandi stuðning þegar nær dregur kosningum.

Við fjöllum líka  um viðkvæma en grafalvarlega stöðu Mývatns, heyrum í nýjum borgarstjóra Lundúna sem er múslimi og ræðum við unga íslenska konu sem klæddist sömu fötunum í heilt ár í tilraunaskyni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×