Innlent

Fjórir í framboði til formanns Samfylkingarinnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frambjóðendurnir fjórir.
Frambjóðendurnir fjórir. mynd/samfylkingin
Framboðsfrestur vegna formannskjörs Samfylkingarinnar rann út á hádegi í dag. Alls eru fjórir í framboði en þau mættust á opnum fundi á Akureyri þar sem kjördæmisráðsfundur fór fram og kynntu stefnumál sín.

Í framboði til formanns eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, æskulýðsfulltrúi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar og Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason, sitjandi formaður Samfylkingarinnar, dró í gær framboð sitt til formanns til baka.

Kosið verður um nýjan formann á landsfundi flokksins í júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×