Innlent

Bein útsending: Ólafur Ragnar og Guðni Th. mæta í Eyjuna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, mæta í sjónvarpsþáttinn Eyjuna á Stöð 2 klukkan 17.35. Þátturinn verður sýndur í opinni dagskrá, en á hann verður hægt að horfa í spilaranum hér fyrir ofan.

Líkt og fram hefur komið kom nýr forsetaframbjóðandi fram á sjónarsviðið í dag, Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra. Ólafur og Guðni koma til með að ræða þetta nýjasta framboð og margt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×