400 mótmælendur handteknir í Stuttgart Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 10:05 Mótmælendur fyrir utan fund AfP í dag. visir/afp Talið er að lögreglan í Stuttgart hafi handtekið rúmlega 400 mótmælendur í dag sem komu saman fyrir utan flokksþing þjóðernisflokksins AfD (Alternative für Deutschland). Töluverður fjöldi mótmælenda var þar samankominn og talið er að nokkur hundruð hafi reynt að hindra aðkomu að húsnæðinu þar sem flokksþingið fer nú fram. Rúmlega 1000 lögreglumenn voru sendir á vettvang til að stilla til friðar. Búist er við því að AfD muni að fundi loknum leggja fram heildstæða stefnu í innflytjendamálum sem muni hafna hvers kyns „íslamsvæðingu“ Þýskalands eins og það er orðað í erlendum miðlum. Fundargestir eru um 2000 talsins.Sjá einnig: Alternative für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægri öfgaflokki Mótmælendur köstuðu lausamunum í átt að húsinu og lögreglu ásamt því að kveikja í dekkjum. Þá kom einnig til einhverra stympinga milli mótmælenda og lögreglunnar og voru 400 handteknir fyrir ofbeldisfulla hegðun. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni í aðdraganda fylkiskosninganna í mars að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. AfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og löglærðra – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Tengdar fréttir Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. 14. mars 2016 15:49 Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Talið er að lögreglan í Stuttgart hafi handtekið rúmlega 400 mótmælendur í dag sem komu saman fyrir utan flokksþing þjóðernisflokksins AfD (Alternative für Deutschland). Töluverður fjöldi mótmælenda var þar samankominn og talið er að nokkur hundruð hafi reynt að hindra aðkomu að húsnæðinu þar sem flokksþingið fer nú fram. Rúmlega 1000 lögreglumenn voru sendir á vettvang til að stilla til friðar. Búist er við því að AfD muni að fundi loknum leggja fram heildstæða stefnu í innflytjendamálum sem muni hafna hvers kyns „íslamsvæðingu“ Þýskalands eins og það er orðað í erlendum miðlum. Fundargestir eru um 2000 talsins.Sjá einnig: Alternative für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægri öfgaflokki Mótmælendur köstuðu lausamunum í átt að húsinu og lögreglu ásamt því að kveikja í dekkjum. Þá kom einnig til einhverra stympinga milli mótmælenda og lögreglunnar og voru 400 handteknir fyrir ofbeldisfulla hegðun. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni í aðdraganda fylkiskosninganna í mars að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. AfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og löglærðra – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar.
Tengdar fréttir Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. 14. mars 2016 15:49 Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. 14. mars 2016 15:49
Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00
Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43