Hlusta, ræða, virða, þakka… Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Vilborg, mér leiðist svo að tala alltaf um fjölda þeirra sem búa við fátækt og hversu skammarlegt það er í velferðarsamfélaginu okkar að hér séu börn sem eru félagslega einangruð sökum efnaleysis. Er ekki einhver annar flötur á því hvernig við tölum um fátækt og leiðir til að komast út úr henni? Eitthvað sem er uppbyggilegt og sem fólk nennir að lesa?“ spurði ég félagsráðgjafa og umsjónarmann innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar, í leit að efnistökum fyrir þessa grein. „Jú, skrifaðu um hvað það er mikilvægt að hlusta á það sem fólk sem býr við fátækt er að segja okkur: Að við hlustum og ræðum og reynum að skilja og vinnum síðan með fólkinu út frá aðstæðum þess og á þess forsendum. Þú getur svo líka rætt um það hvað við ráðgjafarnir erum heppnir að fá að standa upp frá skrifborðinu til að vera með fólkinu í verkefnum sem við skipuleggjum saman. Þá upplifum við nefnilega allt aðra hlið á notendum þjónustu okkar heldur en þegar við tökum á móti þeim við skrifborðið þar sem við tölum frekar um það sem miður fer og á bjátar. Það er svo miklu auðveldara að byggja starfið á styrkleika sem við fáum að upplifa þegar við vinnum saman að sjálfstyrkingar- og virkniverkefnum,“ sagði Vilborg. Meginmarkmið með verkefnunum sem Vilborg talar um er að styrkja sjálfsmyndina og efla þannig getu fólks til að takast á við aðstæður og komast út úr félagslegri einangrun. Við leggjum sérstaka áherslu á að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga og auka virkni þeirra og þátttöku í samfélaginu; að sjá til þess að efnislegur skortur takmarki ekki möguleika þeirra til farsæls lífs. Um 250 börn nutu stuðnings Hjálparstarfsins á síðasta starfsári vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Og þá er nú komið að markmiðinu með þessum skrifum mínum. Við erum alltaf að safna fé til verkefna okkar og ein leiðin er að selja tækifæriskort í tilefni sumarkomu nú. Þau fást í verslunum Bónuss og í þjónustustöðvum N1 og kosta 1.200 krónur stykkið. Andvirðið fer í ofangreind verkefni. Við erum þakklát fyrir allan stuðning. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Vilborg, mér leiðist svo að tala alltaf um fjölda þeirra sem búa við fátækt og hversu skammarlegt það er í velferðarsamfélaginu okkar að hér séu börn sem eru félagslega einangruð sökum efnaleysis. Er ekki einhver annar flötur á því hvernig við tölum um fátækt og leiðir til að komast út úr henni? Eitthvað sem er uppbyggilegt og sem fólk nennir að lesa?“ spurði ég félagsráðgjafa og umsjónarmann innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar, í leit að efnistökum fyrir þessa grein. „Jú, skrifaðu um hvað það er mikilvægt að hlusta á það sem fólk sem býr við fátækt er að segja okkur: Að við hlustum og ræðum og reynum að skilja og vinnum síðan með fólkinu út frá aðstæðum þess og á þess forsendum. Þú getur svo líka rætt um það hvað við ráðgjafarnir erum heppnir að fá að standa upp frá skrifborðinu til að vera með fólkinu í verkefnum sem við skipuleggjum saman. Þá upplifum við nefnilega allt aðra hlið á notendum þjónustu okkar heldur en þegar við tökum á móti þeim við skrifborðið þar sem við tölum frekar um það sem miður fer og á bjátar. Það er svo miklu auðveldara að byggja starfið á styrkleika sem við fáum að upplifa þegar við vinnum saman að sjálfstyrkingar- og virkniverkefnum,“ sagði Vilborg. Meginmarkmið með verkefnunum sem Vilborg talar um er að styrkja sjálfsmyndina og efla þannig getu fólks til að takast á við aðstæður og komast út úr félagslegri einangrun. Við leggjum sérstaka áherslu á að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga og auka virkni þeirra og þátttöku í samfélaginu; að sjá til þess að efnislegur skortur takmarki ekki möguleika þeirra til farsæls lífs. Um 250 börn nutu stuðnings Hjálparstarfsins á síðasta starfsári vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Og þá er nú komið að markmiðinu með þessum skrifum mínum. Við erum alltaf að safna fé til verkefna okkar og ein leiðin er að selja tækifæriskort í tilefni sumarkomu nú. Þau fást í verslunum Bónuss og í þjónustustöðvum N1 og kosta 1.200 krónur stykkið. Andvirðið fer í ofangreind verkefni. Við erum þakklát fyrir allan stuðning. Gleðilegt sumar!
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar