Taka tilboðum frá aðilum sem sérhæfa sig í samantektum á umfjöllun fjölmiðla Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 10:43 Sigmundur Davíð kallaði Sigurjón M. Egilsson á sinn fund í forsætisráðuneytinu á laugardegi í janúar í fyrra og kynnti honum niðurstöðu slíkrar greiningar. Vísir/Anton/GVA Mörg dæmi eru um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga. Þetta segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn Vísis hvort innan forsætisráðuneytisins eða stjórnarráðsins fari fram einhverskonar greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld. Tilefni þessarar fyrirspurnar var leiðari sem Sigurjón M. Egilsson flutti í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. Í leiðaranum greindi Sigurjón frá greiningardeild sem hann segir að hafi verið starfrækt í forsætisráðuneytinu í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem flokkaði það sem Sigurjón og aðrir sögðu og skrifuðu.Kallaður á fund á laugardegi í janúar Í leiðaranum sagði Sigurjón að deildin hefði dundað sér við að flokka niður það sem hann sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Sagðist Sigurjón hafa verið kallaður á teppið af forsætisráðuneytinu en í samtali við Vísi segir Sigurjón það hafa gerst á laugardegi í janúar í fyrra. „Forsætisráðherra hringdi í mig og bað um að fá að hitta mig,“ segir Sigurjón. Hann tekur fram að hann sé gagnrýninn í sínum störfum og segir Sigmund Davíð mega vera gagnrýninn á sig. Sigurjón sagði forsætisráðherrann hafa kynnt sér fyrir niðurstöðu þessarar greiningar á skrifum hans en hún var sú að Sigurjón gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs erfitt fyrir. Greiningin leiddi einnig í ljós að Sigurjón hafði oftast verið „vondur“ við Framsóknarflokkinn. Mátti ekki gera athugasemd við greininguna „Ég er alveg maður til að hlusta á það og taka því. Ég spurði hvort ég mætti gera athugasemd við greininguna og hann hafnaði því. Ég spurði hver hefði greint þetta og hann sagðist ekki ætla að segja það. Ég vinn við að gagnrýna og hef gagnrýnt hann mjög oft. Hann má alveg gagnrýna mig og þó það sé á tveggja manna fundi þá finnst mér það bara hluti af þessu ferli öllu saman. Þetta meiddi mig ekki á nokkurn hátt. Ég fór ósár af fundinum,“ segir Sigurjón við Vísi.Taka tilboðum um samantektir Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Geir Ágústsson að á vegum forsætisráðuneytisins hafi ekki verið starfrækt greiningardeild af því tagi sem spurt var um, það er greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld.Forsætisráðuneytið segir markmiðið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllunVísir/Stefán„Né hefur ráðuneytið, hvorki í tíð fyrri ríkisstjórnar né áður, svo kunnugt sé, viðhaft skipulega greiningu eða flokkun á umfjöllun fjölmiðla um sitjandi stjórnvöld og stjórnarflokka á hverjum tíma,“ segir Ágúst Geir. Hann segir hins vegar mörg dæmi um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og nefnir sem dæmi Fjölmiðlavaktina og Creditinfo.Gert til að meta hvort bregðast þurfi við umfjöllun „Er þá um að ræða faglegar samantektir á umfjöllun fjölmiðla um þjóðmálin og þá sérstaklega umfjöllun sem snýr að stjórnarmálefnum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Er markmið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllun og meta hvort veita þurfi frekari upplýsingar til þess að svara hugsanlegum upplýsingabeiðnum og eftir atvikum undirbúa viðbrögð viðkomandi ráðherra við umfjöllun um mál á Alþingi og annars staðar í samfélaginu,“ segir Ágúst Geir. Hann segir slíka samantekt upplýsinga einnig þjóna sögulegum tilgangi til lengri tíma litið, svo sem þannig að nýir ráðherrar geti kynnt sér umfjöllun fjölmiðla á viðkomandi málefnasviðum. Tengdar fréttir Kannast ekki við að Sigmundur Davíð hafi starfrækt greiningardeild í forsætisráðuneytinu Sigurjón M. Egilsson kveðst hafa verið kallaður á teppið í stjórnarráðinu því hann var of gagnrýninn á Framsóknarflokkinn. 17. apríl 2016 22:01 Sigurjón kveður Bylgjuna og færir sig yfir á Hringbraut Mun verða ritstjóri miðla Hringbrautar. 19. apríl 2016 12:35 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga. Þetta segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn Vísis hvort innan forsætisráðuneytisins eða stjórnarráðsins fari fram einhverskonar greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld. Tilefni þessarar fyrirspurnar var leiðari sem Sigurjón M. Egilsson flutti í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. Í leiðaranum greindi Sigurjón frá greiningardeild sem hann segir að hafi verið starfrækt í forsætisráðuneytinu í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem flokkaði það sem Sigurjón og aðrir sögðu og skrifuðu.Kallaður á fund á laugardegi í janúar Í leiðaranum sagði Sigurjón að deildin hefði dundað sér við að flokka niður það sem hann sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Sagðist Sigurjón hafa verið kallaður á teppið af forsætisráðuneytinu en í samtali við Vísi segir Sigurjón það hafa gerst á laugardegi í janúar í fyrra. „Forsætisráðherra hringdi í mig og bað um að fá að hitta mig,“ segir Sigurjón. Hann tekur fram að hann sé gagnrýninn í sínum störfum og segir Sigmund Davíð mega vera gagnrýninn á sig. Sigurjón sagði forsætisráðherrann hafa kynnt sér fyrir niðurstöðu þessarar greiningar á skrifum hans en hún var sú að Sigurjón gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs erfitt fyrir. Greiningin leiddi einnig í ljós að Sigurjón hafði oftast verið „vondur“ við Framsóknarflokkinn. Mátti ekki gera athugasemd við greininguna „Ég er alveg maður til að hlusta á það og taka því. Ég spurði hvort ég mætti gera athugasemd við greininguna og hann hafnaði því. Ég spurði hver hefði greint þetta og hann sagðist ekki ætla að segja það. Ég vinn við að gagnrýna og hef gagnrýnt hann mjög oft. Hann má alveg gagnrýna mig og þó það sé á tveggja manna fundi þá finnst mér það bara hluti af þessu ferli öllu saman. Þetta meiddi mig ekki á nokkurn hátt. Ég fór ósár af fundinum,“ segir Sigurjón við Vísi.Taka tilboðum um samantektir Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Geir Ágústsson að á vegum forsætisráðuneytisins hafi ekki verið starfrækt greiningardeild af því tagi sem spurt var um, það er greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld.Forsætisráðuneytið segir markmiðið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllunVísir/Stefán„Né hefur ráðuneytið, hvorki í tíð fyrri ríkisstjórnar né áður, svo kunnugt sé, viðhaft skipulega greiningu eða flokkun á umfjöllun fjölmiðla um sitjandi stjórnvöld og stjórnarflokka á hverjum tíma,“ segir Ágúst Geir. Hann segir hins vegar mörg dæmi um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og nefnir sem dæmi Fjölmiðlavaktina og Creditinfo.Gert til að meta hvort bregðast þurfi við umfjöllun „Er þá um að ræða faglegar samantektir á umfjöllun fjölmiðla um þjóðmálin og þá sérstaklega umfjöllun sem snýr að stjórnarmálefnum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Er markmið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllun og meta hvort veita þurfi frekari upplýsingar til þess að svara hugsanlegum upplýsingabeiðnum og eftir atvikum undirbúa viðbrögð viðkomandi ráðherra við umfjöllun um mál á Alþingi og annars staðar í samfélaginu,“ segir Ágúst Geir. Hann segir slíka samantekt upplýsinga einnig þjóna sögulegum tilgangi til lengri tíma litið, svo sem þannig að nýir ráðherrar geti kynnt sér umfjöllun fjölmiðla á viðkomandi málefnasviðum.
Tengdar fréttir Kannast ekki við að Sigmundur Davíð hafi starfrækt greiningardeild í forsætisráðuneytinu Sigurjón M. Egilsson kveðst hafa verið kallaður á teppið í stjórnarráðinu því hann var of gagnrýninn á Framsóknarflokkinn. 17. apríl 2016 22:01 Sigurjón kveður Bylgjuna og færir sig yfir á Hringbraut Mun verða ritstjóri miðla Hringbrautar. 19. apríl 2016 12:35 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Kannast ekki við að Sigmundur Davíð hafi starfrækt greiningardeild í forsætisráðuneytinu Sigurjón M. Egilsson kveðst hafa verið kallaður á teppið í stjórnarráðinu því hann var of gagnrýninn á Framsóknarflokkinn. 17. apríl 2016 22:01
Sigurjón kveður Bylgjuna og færir sig yfir á Hringbraut Mun verða ritstjóri miðla Hringbrautar. 19. apríl 2016 12:35