Taka tilboðum frá aðilum sem sérhæfa sig í samantektum á umfjöllun fjölmiðla Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 10:43 Sigmundur Davíð kallaði Sigurjón M. Egilsson á sinn fund í forsætisráðuneytinu á laugardegi í janúar í fyrra og kynnti honum niðurstöðu slíkrar greiningar. Vísir/Anton/GVA Mörg dæmi eru um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga. Þetta segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn Vísis hvort innan forsætisráðuneytisins eða stjórnarráðsins fari fram einhverskonar greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld. Tilefni þessarar fyrirspurnar var leiðari sem Sigurjón M. Egilsson flutti í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. Í leiðaranum greindi Sigurjón frá greiningardeild sem hann segir að hafi verið starfrækt í forsætisráðuneytinu í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem flokkaði það sem Sigurjón og aðrir sögðu og skrifuðu.Kallaður á fund á laugardegi í janúar Í leiðaranum sagði Sigurjón að deildin hefði dundað sér við að flokka niður það sem hann sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Sagðist Sigurjón hafa verið kallaður á teppið af forsætisráðuneytinu en í samtali við Vísi segir Sigurjón það hafa gerst á laugardegi í janúar í fyrra. „Forsætisráðherra hringdi í mig og bað um að fá að hitta mig,“ segir Sigurjón. Hann tekur fram að hann sé gagnrýninn í sínum störfum og segir Sigmund Davíð mega vera gagnrýninn á sig. Sigurjón sagði forsætisráðherrann hafa kynnt sér fyrir niðurstöðu þessarar greiningar á skrifum hans en hún var sú að Sigurjón gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs erfitt fyrir. Greiningin leiddi einnig í ljós að Sigurjón hafði oftast verið „vondur“ við Framsóknarflokkinn. Mátti ekki gera athugasemd við greininguna „Ég er alveg maður til að hlusta á það og taka því. Ég spurði hvort ég mætti gera athugasemd við greininguna og hann hafnaði því. Ég spurði hver hefði greint þetta og hann sagðist ekki ætla að segja það. Ég vinn við að gagnrýna og hef gagnrýnt hann mjög oft. Hann má alveg gagnrýna mig og þó það sé á tveggja manna fundi þá finnst mér það bara hluti af þessu ferli öllu saman. Þetta meiddi mig ekki á nokkurn hátt. Ég fór ósár af fundinum,“ segir Sigurjón við Vísi.Taka tilboðum um samantektir Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Geir Ágústsson að á vegum forsætisráðuneytisins hafi ekki verið starfrækt greiningardeild af því tagi sem spurt var um, það er greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld.Forsætisráðuneytið segir markmiðið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllunVísir/Stefán„Né hefur ráðuneytið, hvorki í tíð fyrri ríkisstjórnar né áður, svo kunnugt sé, viðhaft skipulega greiningu eða flokkun á umfjöllun fjölmiðla um sitjandi stjórnvöld og stjórnarflokka á hverjum tíma,“ segir Ágúst Geir. Hann segir hins vegar mörg dæmi um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og nefnir sem dæmi Fjölmiðlavaktina og Creditinfo.Gert til að meta hvort bregðast þurfi við umfjöllun „Er þá um að ræða faglegar samantektir á umfjöllun fjölmiðla um þjóðmálin og þá sérstaklega umfjöllun sem snýr að stjórnarmálefnum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Er markmið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllun og meta hvort veita þurfi frekari upplýsingar til þess að svara hugsanlegum upplýsingabeiðnum og eftir atvikum undirbúa viðbrögð viðkomandi ráðherra við umfjöllun um mál á Alþingi og annars staðar í samfélaginu,“ segir Ágúst Geir. Hann segir slíka samantekt upplýsinga einnig þjóna sögulegum tilgangi til lengri tíma litið, svo sem þannig að nýir ráðherrar geti kynnt sér umfjöllun fjölmiðla á viðkomandi málefnasviðum. Tengdar fréttir Kannast ekki við að Sigmundur Davíð hafi starfrækt greiningardeild í forsætisráðuneytinu Sigurjón M. Egilsson kveðst hafa verið kallaður á teppið í stjórnarráðinu því hann var of gagnrýninn á Framsóknarflokkinn. 17. apríl 2016 22:01 Sigurjón kveður Bylgjuna og færir sig yfir á Hringbraut Mun verða ritstjóri miðla Hringbrautar. 19. apríl 2016 12:35 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga. Þetta segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn Vísis hvort innan forsætisráðuneytisins eða stjórnarráðsins fari fram einhverskonar greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld. Tilefni þessarar fyrirspurnar var leiðari sem Sigurjón M. Egilsson flutti í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. Í leiðaranum greindi Sigurjón frá greiningardeild sem hann segir að hafi verið starfrækt í forsætisráðuneytinu í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem flokkaði það sem Sigurjón og aðrir sögðu og skrifuðu.Kallaður á fund á laugardegi í janúar Í leiðaranum sagði Sigurjón að deildin hefði dundað sér við að flokka niður það sem hann sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Sagðist Sigurjón hafa verið kallaður á teppið af forsætisráðuneytinu en í samtali við Vísi segir Sigurjón það hafa gerst á laugardegi í janúar í fyrra. „Forsætisráðherra hringdi í mig og bað um að fá að hitta mig,“ segir Sigurjón. Hann tekur fram að hann sé gagnrýninn í sínum störfum og segir Sigmund Davíð mega vera gagnrýninn á sig. Sigurjón sagði forsætisráðherrann hafa kynnt sér fyrir niðurstöðu þessarar greiningar á skrifum hans en hún var sú að Sigurjón gerði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs erfitt fyrir. Greiningin leiddi einnig í ljós að Sigurjón hafði oftast verið „vondur“ við Framsóknarflokkinn. Mátti ekki gera athugasemd við greininguna „Ég er alveg maður til að hlusta á það og taka því. Ég spurði hvort ég mætti gera athugasemd við greininguna og hann hafnaði því. Ég spurði hver hefði greint þetta og hann sagðist ekki ætla að segja það. Ég vinn við að gagnrýna og hef gagnrýnt hann mjög oft. Hann má alveg gagnrýna mig og þó það sé á tveggja manna fundi þá finnst mér það bara hluti af þessu ferli öllu saman. Þetta meiddi mig ekki á nokkurn hátt. Ég fór ósár af fundinum,“ segir Sigurjón við Vísi.Taka tilboðum um samantektir Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Geir Ágústsson að á vegum forsætisráðuneytisins hafi ekki verið starfrækt greiningardeild af því tagi sem spurt var um, það er greining á skrifum og umfjöllun um sitjandi stjórnvöld.Forsætisráðuneytið segir markmiðið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllunVísir/Stefán„Né hefur ráðuneytið, hvorki í tíð fyrri ríkisstjórnar né áður, svo kunnugt sé, viðhaft skipulega greiningu eða flokkun á umfjöllun fjölmiðla um sitjandi stjórnvöld og stjórnarflokka á hverjum tíma,“ segir Ágúst Geir. Hann segir hins vegar mörg dæmi um að ráðuneyti hafi á undanförnum áratugum tekið tilboðum um þjónustu frá aðilum sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og nefnir sem dæmi Fjölmiðlavaktina og Creditinfo.Gert til að meta hvort bregðast þurfi við umfjöllun „Er þá um að ræða faglegar samantektir á umfjöllun fjölmiðla um þjóðmálin og þá sérstaklega umfjöllun sem snýr að stjórnarmálefnum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Er markmið með slíkum samantektum m.a. að skapa grundvöll fyrir mat á því hvort bregðast þurfi við tiltekinni umfjöllun og meta hvort veita þurfi frekari upplýsingar til þess að svara hugsanlegum upplýsingabeiðnum og eftir atvikum undirbúa viðbrögð viðkomandi ráðherra við umfjöllun um mál á Alþingi og annars staðar í samfélaginu,“ segir Ágúst Geir. Hann segir slíka samantekt upplýsinga einnig þjóna sögulegum tilgangi til lengri tíma litið, svo sem þannig að nýir ráðherrar geti kynnt sér umfjöllun fjölmiðla á viðkomandi málefnasviðum.
Tengdar fréttir Kannast ekki við að Sigmundur Davíð hafi starfrækt greiningardeild í forsætisráðuneytinu Sigurjón M. Egilsson kveðst hafa verið kallaður á teppið í stjórnarráðinu því hann var of gagnrýninn á Framsóknarflokkinn. 17. apríl 2016 22:01 Sigurjón kveður Bylgjuna og færir sig yfir á Hringbraut Mun verða ritstjóri miðla Hringbrautar. 19. apríl 2016 12:35 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Kannast ekki við að Sigmundur Davíð hafi starfrækt greiningardeild í forsætisráðuneytinu Sigurjón M. Egilsson kveðst hafa verið kallaður á teppið í stjórnarráðinu því hann var of gagnrýninn á Framsóknarflokkinn. 17. apríl 2016 22:01
Sigurjón kveður Bylgjuna og færir sig yfir á Hringbraut Mun verða ritstjóri miðla Hringbrautar. 19. apríl 2016 12:35