Nýttir sem ólöglegt vinnuafl í uppvaski Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Alda Hrönn greindi á skýran hátt frá birtingarmyndum vinnumansals á Íslandi á málþingi Vinnumálastofnunar. Fréttablaðið/Stefán Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira