Veistu ekki hver ég er? Þórlindur Kjartansson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun