Veistu ekki hver ég er? Þórlindur Kjartansson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega lúxus að fá að ferðast á Saga Class Icelandair. Sætin eru stór og þægileg. Maturinn er betri og drykkirnir flæða frjálslegar en á almennu farrými. Þar að auki losna þeir sem ferðast á Saga Class við langar raðir í innritun og geta notið veitinga og vellystinga í svokölluðum betri stofum fyrir flugið. Fyrir þá sem ferðast mikið er þetta þónokkur lífsgæðabót; því þótt ferðalög séu skemmtileg og geti haft á sér ævintýrablæ í hófi, þá er langvinn dvöl á flugvöllum heldur leiðigjörn þegar sá ljómi dofnar. Á síðustu árum hef ég sjálfur verið svo lánsamur að ferðast oft á Saga Class. Í fyrstu skiptin er maður hálffeiminn og vill helst ekki að það sjáist þegar maður beygir til vinstri inn í hina dulmögnuðu veröld munúðarins á meðan flestir aðrir farþegar taka hægri beygjuna inn í kraðakið og þrengslin. En það er með þetta eins og margt annað, eftir nokkur skipti fer þessi lúxus að venjast og hraðar en maður getur sagt orðið „vanþakklæti“ er maður búinn að venjast þægindunum og tilætlunarsemin tekur við.Í sömu vél en ekki á sama báti Lífið á Saga Class er vissulega notalegt. Munurinn er hins vegar minni en í fyrstu virðist. Allir farþegarnir upplifa saman það kraftaverk að flytjast yfir fjallgarða, úthöf, gresjur og stórborgir sitjandi í sætum sínum. Útsýnið úr gluggunum er það sama. Allir farþegarnir leggja af stað frá sama stað og lenda á sama stað. Ef tafir eru á fluginu þá tefjast allir jafnt, og ef eitthvað slæmt gerist þá er líklega flestum sama á hvaða farrými þeir hrapa í hafið. Það er þá alveg eins gott að njóta góða sætisins – ég meina, einhver þarf að vera þar. Einu hefur mér þó aldrei tekist að venjast. Það er augnablikið þegar vélin lendir og farþegum er boðið að stíga frá borði. Þá fær einn flugþjónn eða flugfreyja það ömurlega hlutskipti að stilla sér upp sem vegatálma í ganginum fyrir framan almenna farrýmið svo að broddborgararnir á Saga Class geti nú örugglega haldið forskoti sínu á meðbræður sína og spásserað fremstir í flokki út úr vélinni þegar þeir hafa fengið í hendurnar upphengda frakka og dustað af leðurtöskunum sínum. Glamúrinn er glenntur framan í fótafúna ferðafélaganna til þess eins að komast hálfri mínútu fyrr út úr vélinni og undirstrika að þótt allir hafi verið í sömu flugvél, þá eru þeir svo sannarlega ekki á sama báti. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi gaman að þessu augnabliki. Á því kann þó að vera undantekning. Algjörir fábjánar gætu fengið „kick“ út úr þessu.Það leynist fáviti í okkur öllum Það getur verið manninum mjög hættulegt að njóta forréttinda. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem á einhvern hátt eru flokkaðir sem „æðri“ eða „betri“ en annað fólk fara smám saman að trúa því sjálfir. Sumir fæðast inn í slíkar aðstæður og er fávitaskapurinn að einhverju leyti meðfæddur – í öðrum tilvikum, eins og mínu, má segja að hann sé áunninn. Það hefur sýnt sig að þeir sem njóta forréttinda eiga á hættu að verða skeytingarlausir í garð umhverfis síns og samfélagsins. Bílstjórar á mjög flottum bílum eru miklu líklegri en aðrir til þess að svína fyrir aðra bíla og umtalsvert ólíklegri til þess að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þeir sem eru velmegandi eru líklegri til þess að svindla í leikjum og réttlæta fyrir sér ósiðlega hegðun á vinnustað. Þar með er vitaskuld ekki sagt að allt ríkt fólk sé fábjánar og allt undirmálsfólk sé göfugt. Það er sem betur fer langt fá sanni. Þessar rannsóknir sýna einfaldlega fram á tilhneigingar, sem viturt og góðhjartað fólk er meðvitað um og leggur sig fram um að streitast á móti.Þú ert ekkert betri en annað fólk Kardashian-systurnar heimsfrægu voru hér á landi í vikunni og tókst þeim, þrátt fyrir harða samkeppni frá þjóðhöfðingjanum, að komast í fréttirnar. Ein fréttin sagði af því að önnur þeirra, Kourtney, hafi verið fyrirskipað að rassakastast í snarhasti upp úr heita pottinum á Hótel Rangá. Lætin í henni röskuðu svefnró annarra gesta. Þetta var vafalítið fremur óvenjuleg uppákoma í lífi Kardashian, enda velti einn ferðafélaginn því fyrir sér hvort gestirnir gerðu sér grein fyrir því að lætin kæmu frá Kourtney sjálfri – eins og það væri líklegt til þess að sætta þá við skarkalann. Hótelstarfsmaðurinn hélt sínu striki og hótaði að frysta systurina til hlýðni með því að skrúfa fyrir hitann. „Mér er alveg sama hver þú ert. Hér á landi höfum við bara einn höfðingja. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson og ég sé hann ekki í þessum potti. Haskaðu þér inn og vertu til friðs,“ sagði hann ekki – en hefði kannski átt að segja.En ekkert verri heldur Stéttleysið sem hefur löngum þótt einkenna íslenskt samfélag er líklega einhver dýrmætasti félagsauðurinn sem við njótum. Við höfum ætlast til þess að þeir sem njóta velgengni, virðingar eða heppni líti ekki á sig eins og þau séu betri en aðrir – og að sama skapi höfum við viljað standa vörð um þá trú að ekkert okkar sé heldur neitt verra eða réttlægra en hinir. Við höfum öll rétt til þess að fá að vera í friði fyrir ólátum á nóttunni. Það er búið að loka pottinum, sama hver þú ert.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun