Tvö banaslys rakin til farsímanotkunar á Íslandi síðan 1998 Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. apríl 2016 09:00 Ökumenn eru ekki spurðir hvort farsími hafi komið við sögu eftir að slys á sér stað. Vísir/Vilhelm Aðeins má rekja sex umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu beint til farsímanotkunar síðan í byrjun árs 2010 til dagsins í dag. Á sama tímabili má rekja 16 umferðaróhöpp til farsímanotkunar en þar urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram í skýrslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir fréttastofu Vísis. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að þessar upplýsingar eru unnar úr þeim tilvikum þar sem tilkynnt var sérstaklega að athygli ökumanns hefði beinst að farsíma áður en slysið varð. „Fólk er oftast ekki spurt að hverju athygli þeirra beindist áður en slysið átti sér stað og fæstir tilkynna lögreglu að þeir hafi verið í símanum ef svo var,“ segir Ómar Smári og telur því að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Skráð eru um 400 umferðaslys á ári á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali síðan 2010. Um 600 ökumenn að meðaltali eru sektaðir af lögreglu fyrir farsímanotkun bakvið stýri án handfrjálsrar búnaðar á ári hverju. Í dag er sektin 5000 kr. en sektarreglugerðin er í endurskoðun og búast má við því að hún verði hækkuð gífurlega innan skamms.Um 600 bílstjórar eru sektaðir að meðaltali á ári fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.Vísir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuEkki algeng orsök banaslysaRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur aðeins náð að rekja 2 banaslys á Íslandi til notkunar farsíma frá árinu 1998. Tekið er fram að oft getur reynst erfitt að skera úr um hvort slys megi rekja til farsímanotkunar þegar kemur að banaslysum. Þegar grunur liggur á að svo sé eru símaskýrslur viðkomandi ökumanns skoðaðar. „Þetta er ekki algeng orsök banaslysa í umferðinni,“ segir Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sem hefur síðastliðin ár rannsakað banaslys í umferðinni á landsvísu. „Okkur grunar nú að það séu fleiri slys sem minni meiðsl verða þar sem fólk er annað hvort að tala í síma eða hefur verið á einhvers konar samskiptamiðlum í símanum sínum þegar slysið varð en svo bara ekki gefið upp.“ Fyrir nokkrum árum framkvæmdi nefndin rannsókn á útafakstri og þar kom í ljós að rekja mætti óhöpp til farsímanotkunar. „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu því við vitum að viðbragðstími lengist til muna þegar fólk er að nota símana sína. Fólk er að líta af veginum í nokkrar sekúndur í senn og fara jafnvel tugi metra á meðan.“ Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Sjá meira
Aðeins má rekja sex umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu beint til farsímanotkunar síðan í byrjun árs 2010 til dagsins í dag. Á sama tímabili má rekja 16 umferðaróhöpp til farsímanotkunar en þar urðu engin slys á fólki. Þetta kemur fram í skýrslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir fréttastofu Vísis. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að þessar upplýsingar eru unnar úr þeim tilvikum þar sem tilkynnt var sérstaklega að athygli ökumanns hefði beinst að farsíma áður en slysið varð. „Fólk er oftast ekki spurt að hverju athygli þeirra beindist áður en slysið átti sér stað og fæstir tilkynna lögreglu að þeir hafi verið í símanum ef svo var,“ segir Ómar Smári og telur því að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Skráð eru um 400 umferðaslys á ári á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali síðan 2010. Um 600 ökumenn að meðaltali eru sektaðir af lögreglu fyrir farsímanotkun bakvið stýri án handfrjálsrar búnaðar á ári hverju. Í dag er sektin 5000 kr. en sektarreglugerðin er í endurskoðun og búast má við því að hún verði hækkuð gífurlega innan skamms.Um 600 bílstjórar eru sektaðir að meðaltali á ári fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.Vísir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuEkki algeng orsök banaslysaRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur aðeins náð að rekja 2 banaslys á Íslandi til notkunar farsíma frá árinu 1998. Tekið er fram að oft getur reynst erfitt að skera úr um hvort slys megi rekja til farsímanotkunar þegar kemur að banaslysum. Þegar grunur liggur á að svo sé eru símaskýrslur viðkomandi ökumanns skoðaðar. „Þetta er ekki algeng orsök banaslysa í umferðinni,“ segir Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sem hefur síðastliðin ár rannsakað banaslys í umferðinni á landsvísu. „Okkur grunar nú að það séu fleiri slys sem minni meiðsl verða þar sem fólk er annað hvort að tala í síma eða hefur verið á einhvers konar samskiptamiðlum í símanum sínum þegar slysið varð en svo bara ekki gefið upp.“ Fyrir nokkrum árum framkvæmdi nefndin rannsókn á útafakstri og þar kom í ljós að rekja mætti óhöpp til farsímanotkunar. „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu því við vitum að viðbragðstími lengist til muna þegar fólk er að nota símana sína. Fólk er að líta af veginum í nokkrar sekúndur í senn og fara jafnvel tugi metra á meðan.“
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Sjá meira