Höfðu á brott með sér mörg ár af óútgefnu efni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2016 12:18 Magni Ásgeirsson Vísir/stefán Karlsson „Við vorum með hundrað krakka á Græna hattinum að spila, alveg sjúklega gaman og svo kemur einhver og eyðileggur þá stemningu gjörsamlega með þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson sem, ásamt samkennurum sínum í tónlistarskólanum Tónrækt á Akureyri, leitar nú vitna að því þegar brotist var inn í húsakynni skólans aðfaranótt föstudags. Óprúttnir aðilar höfðu þaðan með sér töluverð verðmæti sem Magni segir að felist þó ekki í hinum gamla tölvubúnaði sem þeir rændu úr skólanum heldur gögnunum sem finna má á hörðu diskum stúdíótölvunnar sem þeir námu á brott. „Það voru teknir einhverjir smáhlutir sem skipta engu máli þannig séð en það sem skiptir höfuðmáli er að það var tekin turntölva sem að inniheldur ábyggilega eina eða tvær plötur sem búið er að taka upp,“ segir Magni. Tónlistarskólinn er til húsa í Amarohúsinu í Hafnarstræti sem sjá má hér að neðan.Tölvan hafi verið stúdíó-tölva í eigu Brynleifs Hallssonar sem er hvað þekktastur fyrir spilamennsku sína í Hljómsveit Ingimars Eydals. „Það eru ýmsir af eldri kynslóðinni búnir að vera að taka upp hjá honum og þetta er allt saman auðvitað fyrir bí því það er ekki búið að gefa þetta út,“ segir Magni. Sé því um mikil menningarverðmæti að ræða.Stálu saxófón á fertugsaldri Að sama skapi höfðu ræningjarnar Yamaha-saxófón á brott með sér sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir einn kennara skólans. „Afi hans gaf honum hann fyrir 35 árum síðan. Það er ófyrirgefanlegt," segir Magni og bætir við: „Allt hitt skiptir engu máli. Þetta eru einhverjar gamlar fartölvur og eitthvað drasl sem við getum alltaf keypt aftur en þegar þú liggur á einhverju sem afi einhvers gaf honum og upptökum margra ára þá er þetta orðið svolítið persónulegt.“ Magni biðlar til allra sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við Amarohúsið að hafa samband við lögregluna á Akureyri sem gerir allt sem hún geti til að aðstoða tónlistarmennina. Færslu Magna á Facebook um málið má sjá hér að neðan. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Sjá meira
„Við vorum með hundrað krakka á Græna hattinum að spila, alveg sjúklega gaman og svo kemur einhver og eyðileggur þá stemningu gjörsamlega með þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson sem, ásamt samkennurum sínum í tónlistarskólanum Tónrækt á Akureyri, leitar nú vitna að því þegar brotist var inn í húsakynni skólans aðfaranótt föstudags. Óprúttnir aðilar höfðu þaðan með sér töluverð verðmæti sem Magni segir að felist þó ekki í hinum gamla tölvubúnaði sem þeir rændu úr skólanum heldur gögnunum sem finna má á hörðu diskum stúdíótölvunnar sem þeir námu á brott. „Það voru teknir einhverjir smáhlutir sem skipta engu máli þannig séð en það sem skiptir höfuðmáli er að það var tekin turntölva sem að inniheldur ábyggilega eina eða tvær plötur sem búið er að taka upp,“ segir Magni. Tónlistarskólinn er til húsa í Amarohúsinu í Hafnarstræti sem sjá má hér að neðan.Tölvan hafi verið stúdíó-tölva í eigu Brynleifs Hallssonar sem er hvað þekktastur fyrir spilamennsku sína í Hljómsveit Ingimars Eydals. „Það eru ýmsir af eldri kynslóðinni búnir að vera að taka upp hjá honum og þetta er allt saman auðvitað fyrir bí því það er ekki búið að gefa þetta út,“ segir Magni. Sé því um mikil menningarverðmæti að ræða.Stálu saxófón á fertugsaldri Að sama skapi höfðu ræningjarnar Yamaha-saxófón á brott með sér sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir einn kennara skólans. „Afi hans gaf honum hann fyrir 35 árum síðan. Það er ófyrirgefanlegt," segir Magni og bætir við: „Allt hitt skiptir engu máli. Þetta eru einhverjar gamlar fartölvur og eitthvað drasl sem við getum alltaf keypt aftur en þegar þú liggur á einhverju sem afi einhvers gaf honum og upptökum margra ára þá er þetta orðið svolítið persónulegt.“ Magni biðlar til allra sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við Amarohúsið að hafa samband við lögregluna á Akureyri sem gerir allt sem hún geti til að aðstoða tónlistarmennina. Færslu Magna á Facebook um málið má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Sjá meira