Margt hægt að gera til að uppræta starfsemi aflandsfélaga Ásgeir Erlendsson skrifar 24. apríl 2016 18:21 John Kay, prófessor í hagfræði. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. John Kay er einn þekktasti hagfræðingur vesturlanda. Hann er prófessor við London School of Economics og skrifar reglulegar greinar í The Financial Times. Kay hélt erindi á vegum Samfylkingarinnar á Grand hóteli í dag þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig eigi að hindra straum peninga í skattaskjól. Hann segir að lönd heimsins geti gert mikið til að koma í veg fyrir skattaundanskot aflandsfélaga. Hann segir miklu máli skipta að fara varlega og skilja á milli þeirra fyrirtækja sem stofnuð eru í þessum ríkjum í heiðarlegum tilgangi annars vegar og hins vegar í þeim tilgangi að svíkja undan skatti eða þvætta peninga. „Ég tel okkur geta gert margt. Til dæmis má gera margt til að uppræta hina tvo stóru bölvalda: spillingu og skattaundanskot fjölþjóðlegra félaga. Við getum gert margt í okkar heimalöndum til að stöðva þetta.“ Segir Kay.Telurðu að unnt sé að takast á við skattaskjól á heimsvísu án þátttöku landa eins og Lúxemborgar,Panama eða Bresku jómfrúareyja?„Það er margt sem hægt er að gera. Þróaðar þjóðir geta gert margt ef þeim er alvara að stöðva þetta. En ekki er hægt að stöðva allt því ekki er hægt að fanga öll lönd í netið. “ Hann segir hluta flókið regluverk í fjármálaheiminum hafi gefið skattaundanskotum aflandsfélaga byr undir báða vængi. „Stór hluti af starfsemi á aflandfélaga er knúin áfram af regluverki um slíka starfsemi sem er allt of flókið og fjármálageiranum er gert að sæta. Hugmyndafræðin að baki regluverksins gengur ekki upp. Regluverkinu er ætlað að kveða á um reglur um fjármálahegðun fólks. Fólk reynir að sniðganga þessar reglur og þær verða sífellt flóknari. Við eltum því skottið á okkur þannig að það verður enginn endir á þessu. Ég vil að við einbeitum okkur að uppbyggingu atvinnugreinarinnar og þeirri hvatningu sem snýr að fólkinu í greininni.Við eigum að gera mun minna af því að semja reglur um hegðun fólks.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. John Kay er einn þekktasti hagfræðingur vesturlanda. Hann er prófessor við London School of Economics og skrifar reglulegar greinar í The Financial Times. Kay hélt erindi á vegum Samfylkingarinnar á Grand hóteli í dag þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig eigi að hindra straum peninga í skattaskjól. Hann segir að lönd heimsins geti gert mikið til að koma í veg fyrir skattaundanskot aflandsfélaga. Hann segir miklu máli skipta að fara varlega og skilja á milli þeirra fyrirtækja sem stofnuð eru í þessum ríkjum í heiðarlegum tilgangi annars vegar og hins vegar í þeim tilgangi að svíkja undan skatti eða þvætta peninga. „Ég tel okkur geta gert margt. Til dæmis má gera margt til að uppræta hina tvo stóru bölvalda: spillingu og skattaundanskot fjölþjóðlegra félaga. Við getum gert margt í okkar heimalöndum til að stöðva þetta.“ Segir Kay.Telurðu að unnt sé að takast á við skattaskjól á heimsvísu án þátttöku landa eins og Lúxemborgar,Panama eða Bresku jómfrúareyja?„Það er margt sem hægt er að gera. Þróaðar þjóðir geta gert margt ef þeim er alvara að stöðva þetta. En ekki er hægt að stöðva allt því ekki er hægt að fanga öll lönd í netið. “ Hann segir hluta flókið regluverk í fjármálaheiminum hafi gefið skattaundanskotum aflandsfélaga byr undir báða vængi. „Stór hluti af starfsemi á aflandfélaga er knúin áfram af regluverki um slíka starfsemi sem er allt of flókið og fjármálageiranum er gert að sæta. Hugmyndafræðin að baki regluverksins gengur ekki upp. Regluverkinu er ætlað að kveða á um reglur um fjármálahegðun fólks. Fólk reynir að sniðganga þessar reglur og þær verða sífellt flóknari. Við eltum því skottið á okkur þannig að það verður enginn endir á þessu. Ég vil að við einbeitum okkur að uppbyggingu atvinnugreinarinnar og þeirri hvatningu sem snýr að fólkinu í greininni.Við eigum að gera mun minna af því að semja reglur um hegðun fólks.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira