Ólína um hugmyndir Ásmundar Einars: „Dæmigerð tækifærisrök“ Ásgeir Erlendsson skrifar 24. apríl 2016 19:15 Þingflokksformaður Framsóknarflokssins segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en kosið verði og segir að í rauni liggi ekkert á kosningum. Þingmaður Samfylkingarinnar gefur lítið fyrir rökin og bendir á að Vegagerðin og stjórnsýslan lamist ekki þó kosningar eigi sér stað. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ritaði pistil á vefsíðunni eyjan.is i gær þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að afgreiða Dýrafjarðargöng fyrir kosningar. Hann sagði jafnframt að í raun ekkert liggja á að kjósa til Alþingis og benti á mikilvægi þess að klára gerð fjárlaga ársins 2017 til að tryggja fé til verkefnisins. „Þessi göng hafa þurft að bíða allt of lengi og nú glittir í að þau séu að fara af stað og við megum auðvitað ekkert gera til að koma í veg fyrir að svo verði. Þetta er þar af leiðandi eitt af þeim verkefnum sem við þurfum að vera búin að koma klárlega af stað svo það sé engin óvissa. “ Sagði Ásmundur Einar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málatilbúnað Ásmundar Einars miða að því að svíkja loforð sem Vestfirðingum var gefið um Dýrafjarðargöng annars vegar eða hins vegar að svíkja loforð sem búið er að gefa um kosningar í haust. „Það eru engin rök til að nota þessi tvö loforð hvert gegn öðru. Því að Dýrafjarðargöng hafði verið tekin ákvörðun um sem hefur verið að bjóða þau út og hefja framkvæmdir á næsta ári þá hlýtur það mál bara að vera í farvegi og ferli. Vegagerðin hættir ekki störfum og stjórnsýslan lamast ekki þó að eigi sér stað kosningar í landinu skipt sé um ríkisstjórn. Þannig virkar það ekki í lýðræðisríki með stjórnfestu. Þannig að þessar meintu áhyggjur Ásmundar Einars af afdrifum Dýrafjarðarganga og það þurfi að fresta kosningum þeirra vegna fæsr ekki staðist. Eins væri alveg fráleitt að fresta Dýrafjarðargöngum vegna kosninga. Þetta eru dæmigerð pólitísk tækifærisrök,“ segir Ólína. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokssins segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en kosið verði og segir að í rauni liggi ekkert á kosningum. Þingmaður Samfylkingarinnar gefur lítið fyrir rökin og bendir á að Vegagerðin og stjórnsýslan lamist ekki þó kosningar eigi sér stað. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ritaði pistil á vefsíðunni eyjan.is i gær þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að afgreiða Dýrafjarðargöng fyrir kosningar. Hann sagði jafnframt að í raun ekkert liggja á að kjósa til Alþingis og benti á mikilvægi þess að klára gerð fjárlaga ársins 2017 til að tryggja fé til verkefnisins. „Þessi göng hafa þurft að bíða allt of lengi og nú glittir í að þau séu að fara af stað og við megum auðvitað ekkert gera til að koma í veg fyrir að svo verði. Þetta er þar af leiðandi eitt af þeim verkefnum sem við þurfum að vera búin að koma klárlega af stað svo það sé engin óvissa. “ Sagði Ásmundur Einar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málatilbúnað Ásmundar Einars miða að því að svíkja loforð sem Vestfirðingum var gefið um Dýrafjarðargöng annars vegar eða hins vegar að svíkja loforð sem búið er að gefa um kosningar í haust. „Það eru engin rök til að nota þessi tvö loforð hvert gegn öðru. Því að Dýrafjarðargöng hafði verið tekin ákvörðun um sem hefur verið að bjóða þau út og hefja framkvæmdir á næsta ári þá hlýtur það mál bara að vera í farvegi og ferli. Vegagerðin hættir ekki störfum og stjórnsýslan lamast ekki þó að eigi sér stað kosningar í landinu skipt sé um ríkisstjórn. Þannig virkar það ekki í lýðræðisríki með stjórnfestu. Þannig að þessar meintu áhyggjur Ásmundar Einars af afdrifum Dýrafjarðarganga og það þurfi að fresta kosningum þeirra vegna fæsr ekki staðist. Eins væri alveg fráleitt að fresta Dýrafjarðargöngum vegna kosninga. Þetta eru dæmigerð pólitísk tækifærisrök,“ segir Ólína.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira