Morðhótanir í Sorpu vegna gjaldskylds úrgangs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. apríl 2016 07:00 Ekki vilja allir viðskiptavinir hlíta reglum Sorpu. vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega algerlega óþolandi. Ef menn eru ósáttir eiga þeir að beina reiði sinni að þeim sem setja reglurnar en ekki að starfsfólkinu á planinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, um viðskiptavini sem neita að borga uppsett gjöld og beita jafnvel starfsfólkið ofbeldi. Björn bendir á tvö nýleg tilvik. Fyrr í þessum mánuði hafi viðskiptavinur reynt að hrinda starfsmanni og hótað honum lífláti. Í desember síðastliðnum hafi svo maður sem var beðinn að hætta að gramsa í gámi nærri ekið yfir starfsmann. „Hann gat ekki annað en séð starfsmanninn en keyrði samt áfram,“ segir Björn sem kveður vitað um hvaða menn sé að ræða.Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Fréttablaðið/Arnþór„Þetta snerist um það að þessi maður neitaði að borga 1.200 krónur,“ segir Björn um fyrrnefnda málið þar sem miðaldra karlmaður hafi hótaði starfsmanni Sorpu í Jafnaseli lífláti er hann var rukkaður um gjald vegna losunar á byggingarefni. „Hann réðst á starfsmanninn og hótaði líkamsmeiðingum og setti fram morðhótun.“ Aðspurður segir Björn að enn hafi ekki verið haft samband við ofbeldismennina. „En það verður gert,“ segir hann. Til eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum af þessum tveimur atvikum og voru þær lagðar fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu þar sem Björn kynnti „stjórn tvö atvik þar sem starfsmenn SORPU voru beittir ofbeldi og máttu sæta morðhótunum vegna innheimtu á gjaldskyldum úrgangi“, eins segir um málið í fundargerð stjórnarinnar. Ofbeldi viðskiptavina á endurvinnslustöðvum Sorpu hefur áður verið til umræðu í stjórn fyrirtækisins, til dæmis í desember 2011. „Þá réðst einn viðskiptavinur á Dalvegi á starfsmann með hníf,“ rifjar Björn upp. Ágreiningur hafi komið upp um skilagjöld vegna drykkjarumbúða. Breytingar hafi verið gerðar í kjölfarið. „Meðal annars var eftirlit myndavéla aukið og starfsmönnum var kennt hvernig þeir ættu að bregðast við.“ Halldór Auðar Svansson, fulltrúi í stjórn Sorpu, segir að langoftast snúi þessi mál að því þegar starfsmenn rukka viðskiptavini um gjöld sem fylgja tilteknum efnisflokkum. Til greina komi að láta þá sem neita að borga einfaldlega fara sína leið og senda þeim síðan reikning eftir bílnúmerinu. Halldór bendir á að um gjaldtökuna gildi reglur og fólk megi búast við því að vera rukkað samkvæmt þeim. „Starfsfólkið fer einfaldlega eftir þessum reglum og það er ekkert persónulegt í því,“ segir hann. Björn segir að farið verði yfir verklag og það hvernig bregðast eigi við. „Við erum að skoða hvort þeir sem þetta stunda verði settir á svartan lista og fái ekki aðgang að endurvinnslustöðvunum. “ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
„Þetta er náttúrlega algerlega óþolandi. Ef menn eru ósáttir eiga þeir að beina reiði sinni að þeim sem setja reglurnar en ekki að starfsfólkinu á planinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, um viðskiptavini sem neita að borga uppsett gjöld og beita jafnvel starfsfólkið ofbeldi. Björn bendir á tvö nýleg tilvik. Fyrr í þessum mánuði hafi viðskiptavinur reynt að hrinda starfsmanni og hótað honum lífláti. Í desember síðastliðnum hafi svo maður sem var beðinn að hætta að gramsa í gámi nærri ekið yfir starfsmann. „Hann gat ekki annað en séð starfsmanninn en keyrði samt áfram,“ segir Björn sem kveður vitað um hvaða menn sé að ræða.Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Fréttablaðið/Arnþór„Þetta snerist um það að þessi maður neitaði að borga 1.200 krónur,“ segir Björn um fyrrnefnda málið þar sem miðaldra karlmaður hafi hótaði starfsmanni Sorpu í Jafnaseli lífláti er hann var rukkaður um gjald vegna losunar á byggingarefni. „Hann réðst á starfsmanninn og hótaði líkamsmeiðingum og setti fram morðhótun.“ Aðspurður segir Björn að enn hafi ekki verið haft samband við ofbeldismennina. „En það verður gert,“ segir hann. Til eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum af þessum tveimur atvikum og voru þær lagðar fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu þar sem Björn kynnti „stjórn tvö atvik þar sem starfsmenn SORPU voru beittir ofbeldi og máttu sæta morðhótunum vegna innheimtu á gjaldskyldum úrgangi“, eins segir um málið í fundargerð stjórnarinnar. Ofbeldi viðskiptavina á endurvinnslustöðvum Sorpu hefur áður verið til umræðu í stjórn fyrirtækisins, til dæmis í desember 2011. „Þá réðst einn viðskiptavinur á Dalvegi á starfsmann með hníf,“ rifjar Björn upp. Ágreiningur hafi komið upp um skilagjöld vegna drykkjarumbúða. Breytingar hafi verið gerðar í kjölfarið. „Meðal annars var eftirlit myndavéla aukið og starfsmönnum var kennt hvernig þeir ættu að bregðast við.“ Halldór Auðar Svansson, fulltrúi í stjórn Sorpu, segir að langoftast snúi þessi mál að því þegar starfsmenn rukka viðskiptavini um gjöld sem fylgja tilteknum efnisflokkum. Til greina komi að láta þá sem neita að borga einfaldlega fara sína leið og senda þeim síðan reikning eftir bílnúmerinu. Halldór bendir á að um gjaldtökuna gildi reglur og fólk megi búast við því að vera rukkað samkvæmt þeim. „Starfsfólkið fer einfaldlega eftir þessum reglum og það er ekkert persónulegt í því,“ segir hann. Björn segir að farið verði yfir verklag og það hvernig bregðast eigi við. „Við erum að skoða hvort þeir sem þetta stunda verði settir á svartan lista og fái ekki aðgang að endurvinnslustöðvunum. “ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira