Innlent

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loka þarf fyrir heitt vatn í hluta Linda- og Salahverfis í Kópavogi á morgun.
Loka þarf fyrir heitt vatn í hluta Linda- og Salahverfis í Kópavogi á morgun. Vísir/Vihelm
Vegna framkvæmda á stofnlögn við Arnarnesveg þarf að loka fyrir heitt vatn til notenda í hluta Linda- og Salahverfis í Kópavogi á morgun, fimmtudaginn 28. apríl frá kl. 8:30. Áætlað er að hleypa vatni aftur á kl. 21:00 og má búast við að einhvern tíma taki að ná fullum þrýstingi á kerfið.

Íbúum á svæðinu er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Einnig að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Sjá má það svæði sem um ræðir á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×